23.5.2008 | 12:18
Hátíð í bæ
Í dag útskrifast frumburðurinn Valdimar úr FSu. (Til hamingju með það krakkakvikyndið mitt ef þú lest þetta)
Af því tilefni verður veisla fyrir venslafólk og velunnara í dag. Svo á morgun verður önnur veisla en þá koma vinir hans saman í bílskúrnum hjá okkur og ég ætla náðarsamlegast að grilla ofan í liðið. Veit ekki enn hvort ég þarf að vera með hauspoka á meðan ég ber kræsingarnar fram en alla vega hefur það verið gefið í skyn að nærveru okkar foreldranna sé ekki sérstaklega óskað að óþörfu. Skil það reyndar óþægilega vel. Gaman að því!
Þetta finnst mér meiri hátíð en jólin, páskarnir, hvítasunnan, skírnin og fermingin til samans!!!
Það ríkir sannkölluð hátíðarstemmning í mínu hjarta í dag. Þetta jafnast á við kosningar svei mér þá. Það var nefnilega siður heima hjá mér og móðurforeldrum mínum að á kosningadag klæddust allir sínu fínasta pússi og við borðuðum veislumat. Ef mig misminnir ekki þá var afi minn, Siggi Árna, mun fínni þennan dag en á jólunum. Þá var hann bara í jakkapeysu yfir skirtunni en á kosningadag fór hann ekki úr jakkafatajakkanum fyrr en á háttatíma.
Ég ætla að vera í sparikjólnum þangað til ég fer að sofa í kvöld.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Fjalla um þjóðhetjuna Eygló
- Brynjari fúlasta alvara þurfum að taka út ruslið
- Leeds tveimur sigrum frá úrvalsdeildinni
- Landsliðskonan með stórleik í úrslitum
- Sara Björk með stórleik
- Bikarmeistararnir skoruðu fjögur
- Vestri áfram eftir vítakeppni
- KR þarf einn sigur í viðbót
- Brynjar Karl býður sig fram í forsetakjörinu
- Átta mörk og tvö rauð spjöld í Garðabæ
Athugasemdir
Gleðilega hátíð
Kveðja til Valdimars:
Til hamingju með áfangann Valdimar (og Soffía). Þú er bara massakúl.
Sólhildur og Kristjana
Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.