8.5.2008 | 17:54
Eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins fávitar?
Við kjósum á 4 ára fresti fólk til að gæta hagsmuna okkar en það gerir svo eitthvað allt annað. Hagsmunir stórfyrirtækja á borð við bankana eru rétthárri en barnafjölskyldna til að mynda hjá þessu fólki sem hefur stjórnað landinu mínu undanfarið.
Bankarnir með Kaupþing í fararbroddi eru búnir að fara um fjármálamarkaði heimsins með þvílíku offari og græðgisbáli að íslenska þjóðin og hagkerfið hefurfengið óorð á sig sem seint mun vaskast af að fullu. Ég þakka guði fyrir að vera ekki að vinna hjá þessu skítafyrirtæki lengur - fyrr vildi ég vera atvinnulaus!
Lausafjárkreppa á heimsmarkaði er ekki það versta í stöðunni fyrir okkur smælingjana núna. Það sem er verst eru vextirnir á þeim lánum sem við höfum tekið nú þegar og svo auðvitað gengið. Hverjum er sú afarstaða að kenna?
Ég held að það sé helst við bankana að sakast. Umsvif þeirra og gjaldeyriskaup felldu krónuna - og þá sem leyfðu þessu að gerast - og nú logar allt.
Sami flokkurinn er búin að vera við stjórn hátt á annan áratug á meðan á öllu þessu hefur gengið. Nú sitja þessir dónar og klóra sér í hausnum og biðja okkur -smælingjana - að opna buddurnar til að bjarga bönkunum.
Hver á að bjarga mér og þér á meðan Sjálfstæðisflokkurinn kaupir sig inn í ríkistjórn eitt kjörtímabilið enn?
Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að fólk átti sig á að það er eitthvað bogið við stjórnunarhætti Sjálfstæðisflokksins? Ætlum við kannski bara að bíða eftir því að heilbrigðisþjónustan verði seld undan okkur til einhverra fárra sem hafa aðstöðu til að græða á því? Og hvað þá? Á þá að sjá eftir öllu saman - þegar það er orðið of seint?
Ég skil þetta ekki!!!!!!
Ég skil ekki af hverju sama prósentutalan nánast í hverjum einustu kosningum kýs Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki eðlilegt! Minnir á hjarðhugsun af versta tagi. Mannskepnan er að vísu félagsvera en hjarðlifnaður er bara búið mál í þessum heimshluta.
Af hverju hugsar fólk ekki fyrir sig sjálft? Ef fleiri gerðu það myndu atkvæði skiptast mun jafnara á milli framboða - nokkurn vegin sama hvaða flokkar væru í boði. Á endanum yrðu bara tvær fylkingar, mestalagi þrjár sem gerir allt einfaldara og skilvirkara.
Eina skýringin sem ég hef á takteinunum núna er sú að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu bara hreinlega þynnri þrettándi vitsmunalega en annað fólk!
Hana - þá er ég búin að segja það!
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega! enda sagði ég kaupa sig inn í ríkistjórn - hefði líka getað sagt selja sig inn í ríkistjórn - helv....hórurnar
Soffía Valdimarsdóttir, 8.5.2008 kl. 18:14
Ég þori ekki öðru en að kommenta!
Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Árni M. Mathiesen sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í okkar kjördæmi. Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Nei svosem ekki, en gerum það samt: Þú minnist á hjarðeðli. Það er klárt einkenni sjálfstæðismanna, það held ég að allir viðurkenni. Eins og allir góðir menn vita, eins og Davíð sagði oft .
Sjálfstæðisflokkurinn er í rauninni "sovéskt" fyrirbæri, af verstu sort. Í Valhöll er t.d. vart þverfótað fyrir myndum af foringjum flokksins í gegnum tíðina, líkt og mér skilst að hafi verið í Kreml forðum. Foringjadýrkun virðist mjög rík í þessu annars ágæta fólki.
Mér dettur svo margt "fallegt" í hug um sjálfstæðismenn að ég held að það sé efni í bloggfærslu, sjáumst á síðunni minni .
Heimir Eyvindarson, 11.5.2008 kl. 02:20
Heil og sæl; Soffía og aðrir skrifarar !
Afsakaðu Soffía; hversu seinn ég er, til svarsins. Tek undir hvert orða þinna; og vil reyndar kveða enn fastar að; sem ég geri, nokkuð reglulega, á minni síðu, sem víðar,þótt oftar mætti vera.
Má til, að spyrja Heimi Eyvindarson; út í hyski það, sem Aumingjafylkingin (''Samfylkingin'') flaggar, m.a., í okkar kjördæmi. Hví nefnir þú það ekki, jafnframt ? Ekki er það beysnara lið, fremur ofannefndum þingmönnum, í athugasemd þinni, Heimir.
Mér finnst; sem rétt sé að draga fram allan sóðaskapinn, í íslenzkum stjórnmálum, ekki bara hluta hans.
Með beztu kveðjum; úr Efra- Ölvesi (Hveragerði), Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:32
Sæll Óskar!
Það er allt fullt af ömurlegu skítahyski í Samfylkingunni!
Það er allt fullt af ömurlegu skítahyski í kennarastétt!
Og Það er allt fullt af ömurlegu skítahyski í fjölskyldunni minni sem og öllum fjölskyldum alls staðar!
Vittu til það er til fullt af fólki sem finnst ég ömurlegt skítahyski
Það sem ég er að reyna að segja er að hver maður eigi að hugsa fyrir sig og endurskoða samfélag sitt og eigin hug reglulega - og fara vel með atkvæisrétt sinn.
Ég bið ekki um meira í bili.
Soffía Valdimarsdóttir, 11.5.2008 kl. 16:04
Heil og sæl; enn, Soffía og skrifararnir !
Þakka þér einurð alla; líka sem hreinskilni, Soffía.
Leit inn á síðu Heimis; fyrir stundu, og sá, að meðal spjallvina hans er eitthvert mesta afstyrmi kratanna, Ágúst Ólafur Ágústsson. Hygg; að Heimir, hver af vænu og skikkanlegu fólki er kominn, gæti valið sér hugnanlegri félagsskap. Mátti til, að koma þessu að, Heimi, og hans ryckti, til forsorgunar.
Með beztu kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:11
Sæll Óskar!
Endilega settu þessa síðustu athugasemd þar sem hún á heima en ekki hér. Manneskjuna Ágúst Ólaf þekki ég ekki .........
Soffía Valdimarsdóttir, 11.5.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.