Leita í fréttum mbl.is

Ég vil fá póstinn minn!!!

Við í Hveragerði þurfum að sækja póst á afgreiðslustöðina sem búið að greiða fyrir heimsendingu á. Þetta eru ekki margar krónur á ári per. neytanda í landinu sem svona eru sviknar út en það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir hins vegar höfuðmáli er að standa vörð um réttindi sín á hverjum tíma.

Í gær talaði ég því við afar kurteisa konu á Selfossi. Hún er yfirmaður dreifingar á mínu svæði skilst mér. Það eina sem ég vildi fá skýrt og HEIÐARLEGT svar við var það hvort svo væri í pottinn búið að það væri búið að greiða fyrir póstinn heim að húsdyrum sem ég þyrfti svo að sækja sjálf á pósthúsið. Já eða nei!

Ekki gat hún orðið við þessu konuskinnið heldur reyndi að snúa kurteisilega út úr fyrir mér. Svo benti hún mér á að hringja í þjónustustjóra Íslandspósts. Það hafði ég reyndar reynt áður en ég hringdi á Selfoss en stúlkan á símanum vissi ekki hver gengdi þeirri stöðu.

Nú hringdi ég fjórum sinnum til viðbótar í Lilju - en sú á Selfossi reyndist vita nafn þess ágæta starfsmanns - sem ég hef reyndar aldrei talað við því svörin voru:

Ah - hún er reyndar aðeins upptekin
Ah, öh hún er upptekin í augnablikinu
Heyrðu ég held hún hafi aðeins skroppið frá
Já, nei hún er bara aðeins upptekin núna
Og svo að lokum þegar ég hafði tjáð undrun mína yfir önnum þessa mikilvæga starfsmanns sem starfsmenn á þjónustuborði virtust ekki þekkja betur til en svo að ég var send á Selfoss í upphafi:

Já nei heyrðu - hún tekur ekki símann í dag!!!

Það var nefnilega það - 5 símtölum síðar allt í allt kemur þetta - og má ég nefna það svona til skemmtunar að það var sama manneskjan á skiptiborðinu sem svaraði mér í öll skiptin þannig að ekki var nýr og nýr starfsmaður skýringin á því að ég var látin hringja öll þessi símtöl í manneskju sem ætlaði sér ekki að tala við mig!

Ég hef frekar lítið toleranse fyrir svona fávitagangi þannig að nú geri ég bara það sem ég lærði heima hjá mér: Tala bara strax við kónginn! Þess vegna sendi ég þetta bréf í dag, hvort það virkar eða ekki er aukaatriði - það er prinsippið sem skiptir máli:

Ágæti Talsmaður neytenda

Mig langar að benda á að Íslandspóstur rukkar sama gjald fyrir sendingar á rúmfrekum bréfum hvort sem sent er til byggðarlaga þar sem slíkar sendingar eru keyrðar heim eða ekki. Það þýðir að sá sem greiðir hefur í öllum tilfellum greitt fyrir tiltekna þjónustu sem er svo bara veitt á ákveðnum stöðum. Þannig er jafnræðisréttur brotinn á sendanda. Þau svæði þar sem ekki er boðið upp á heimkeyrslu rúmfrekra bréfa (eða á póstsendingum yfirleitt) fá þá í raun ekki þá þjónustu sem búið er að greiða fyrir. Svo til að bæta gráu ofan á svart auglýsir fyrirtækið þessa þjónustu grimmt í sjónvarpi og víðar sem er svo ekki innt af hendi nema því henti það. Það getur ekki staðist lög að rukka fyrir auglýsta þjónustu sem er svo vísvitandi og með skipulöguðum hætti ekki innt af hendi.

Bestu kveðjur með von um viðbrögð
Soffía Valdimarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband