Leita í fréttum mbl.is

Kallinn og krakkarnir orðnir of þurftafrekir?

Þannig er mál með vexti að kettlingarnir hennar Klöru hafa bara haldið áfram að stækka og stækka.

Nú er svo komið að þeir líta út eins og kisur en ekki loðnir kjúklingar. Svo eru þeir líka farnir að leika sér á milli þess sem þeir sofa og drekka. Þeir kútveltast hver um annan þveran í kassanum og mamma þeirra stendur hjá og gefur frá sér eitthvert hljóð sem ég ímynda mér að eigi að tjá ánægju eða eitthvað álíka. Þetta er ekki mjálm eða hvæs eða breim heldur eitthvað sem mér finnst geta kallast kumr - hvað sem það nú þýðir.

Voða krúttlegt allt saman. En það er farið að fara um mig. Klöru, þessari þriggja kisu mömmu virðist vera farin að leiðast vistin við barnauppeldi og þvotta. Hún situr um hvert tækifæri til að laumast út. Já þetta er háalvarlegt mál! Hvert tilkynnir maður grun um svona vanrækslu á ungviði? Hver á að taka við umönnun hinna vanræktu? Hvað gerist ef ég einn daginn stend mig að því að taka þessi kvikyndi upp og.............

Nei mér líst hreint ekki á blikuna, það segi ég ykkur alveg eins og ég meina það.

En viljið þig ekki fá ykkur eina litla kisulóru á heimilið? Þetta er voða hollt fyrir börn og karlmenn. Og þetta er að vissu leyti hagkvæmt fyrir húsmæður. Það þarf nefnilega ekki að sinna altso kalli og krökkum eins mikið þegar svona lagað er á heimilinu. Það er eins og kisuklapp og knús dragi úr athyglissýki og hvers kyns relli hjá minnimáttar.

Já nei nei það er alveg óþarfi að æsa sig - það er staðreynd að kallar og krakkar eru minnimáttar þegar inn á heimilin er komið - þar rúlum við konur án mikilla undantekninga. Það er vel hægt að leyfa köllum að halda að þeir ráði einhverju en við í pilsunum vitum betur.

Þannig að ef þú ert kona og átt kall og krakka þá hafðu samband og ég skal útvega þér eina litla hjálparhellu.
Það veit sá sem allt veit að ekki veitir af.

Baráttukveðjur

Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband