5.5.2008 | 13:59
Myndir þú ráða pípara til að gera við framtennurnar í þér?
Mér virðist það skjóta nokkuð skökku við svona í ljósi þess að íslenska efnahagsundrið hefur sprungið á limminu (eins og reyndar títt er um undrabörn) að sitjandi fjármálaráðherra skuli aldrei sjást eða heyrast.
Ég man ekki eftir að hafa rekist á hann í fjölmiðlum frá því á dögunum þegar hann lét svo lítið að svívirða umboðsmann Alþingis fyrir að voga sér að vinna vinnuna sína.
(Þetta er voða oft svona með fólk sem vinnur ekki vinnuna sína - það reynir að sverta þá sem gera það í von um að ekki komist upp um eigin vanhæfni)
Er reyndar ekki frá því að á dögunum hafi ég séð mynd af honum efst til hægri á hægri væng opnunnar í Mogganum.
Ætli það hafi verið dánartilkynning? Ætli hann sé dáinn og ég hafi bara misst af því?
Nei ég veit það ekki - kannski er bara búið að banna honum að tala opinberlega um fjármál af því ða hann hefur ekki hundsvit á slíku og sérfræðingarnir í ráðuneytinu (sem auðvitað vinna verkin en ekki Dagfinnur) mega bara ekki við því að hann fari að þrugla einhverja steypu opinberlega ofan í allt saman.
Hvað ætli ráðamenn þeirra ríkja sem við mígum utan í núna í vandræðum okkar í efnahagsmálum haldi?
Fjármálaráðherrann er dýralæknir með sérnám í fiskisjúkdómum og Seðlabankastjórinn er með eldgamalt lögfæðipróf úr grunnnámi. Ég veit vel að þessir menn hafa sérfræðinga, en hvernig haldiði að þetta líti út þegar við bönkum upp á grenjandi að biðja um back-up í erlendum seðlabönkum vegna slæmrar stöðu heima hjá okkur?
Þetta er algerlega óverjandi fyrirkomulag!
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.