Leita í fréttum mbl.is

Myndir þú ráða pípara til að gera við framtennurnar í þér?

Mér virðist það skjóta nokkuð skökku við svona í ljósi þess að íslenska efnahagsundrið hefur sprungið á limminu (eins og reyndar títt er um undrabörn) að sitjandi fjármálaráðherra skuli aldrei sjást eða heyrast.

Ég man ekki eftir að hafa rekist á hann í fjölmiðlum frá því á dögunum þegar hann lét svo lítið að svívirða umboðsmann Alþingis fyrir að voga sér að vinna vinnuna sína.
(Þetta er voða oft svona með fólk sem vinnur ekki vinnuna sína - það reynir að sverta þá sem gera það í von um að ekki komist upp um eigin vanhæfni)

Er reyndar ekki frá því að á dögunum hafi ég séð mynd af honum efst til hægri á hægri væng opnunnar í Mogganum.

Ætli það hafi verið dánartilkynning? Ætli hann sé dáinn og ég hafi bara misst af því?

Nei ég veit það ekki - kannski er bara búið að banna honum að tala opinberlega um fjármál af því ða hann hefur ekki hundsvit á slíku og sérfræðingarnir í ráðuneytinu (sem auðvitað vinna verkin en ekki Dagfinnur) mega bara ekki við því að hann fari að þrugla einhverja steypu opinberlega ofan í allt saman.

Hvað ætli ráðamenn þeirra ríkja sem við mígum utan í núna í vandræðum okkar í efnahagsmálum haldi?
Fjármálaráðherrann er dýralæknir með sérnám í fiskisjúkdómum og Seðlabankastjórinn er með eldgamalt lögfæðipróf úr grunnnámi. Ég veit vel að þessir menn hafa sérfræðinga, en hvernig haldiði að þetta líti út þegar við bönkum upp á grenjandi að biðja um back-up í erlendum seðlabönkum vegna slæmrar stöðu heima hjá okkur?

Þetta er algerlega óverjandi fyrirkomulag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband