16.11.2008 | 22:20
Skápadraumar
Það var einu sinni kona sem keypt sér nýja skó.
Hún borgaði glöð uppsett verð sem var þó svívirðilega hátt. Það gerði hún vegna þess að sölumaðurinn fullyrti að í þessum skóm kæmist hún hvert sem er, hvenær sem væri og heim aftur þegar hún vildi. Þetta þótti konunni stórkostlegt. Hún hafði einmitt alltaf óskað sér að hún gæti farið hvert sem hana langaði, hvenær sem hún vildi og svo bara farið aftur heim þegar henni sýndist svo.
Hún flýtti sér heim og faldi skóna í stóra fataskápnum í gestaherberginu. Hún vildi ekki að neinn vissi um skóna. Þetta voru hennar draumaskór.
Á hverjum degi stal hún augnabliki úr eilífðinni til að skoða skóna sína. Hún tók þá úr kassanum og strauk þá varlega áður en hún pakkaði þeim niður aftur. Þegar hún var alveg viss um að enginn sæi til fór hún jafnvel í þá eitt augnablik áður en hún gekk vandlega frá þeim á sinn stað.
Dag einn brast á mikið óveður í landinu. Þegar ung stúlka stóð á tröppunum hjá konunni og bað um húsaskjól bjó hún um hana í gestaherberginu og bauð stúlkunni svo að hressa sig á matarbita fyrir háttinn. Á meðan konurnar yljuðu sér á kaffisopa eftir matinn sagði sú unga gestgjafa sínum frá draumum sínum og þrám eins og kvenna er siður. Hún sagðist alltaf hafa látið sig dreyma um að fara út í hinn stóra heim og koma svo aftur þegar hún hefði séð nóg. Það sagðist konan vel skilja og þær hlógu saman að kjánaskap sínum.
Löngu seinna barst konunni litfagurt póstkort með mynd af framandi blómaskrúði og tindrandi lækjarsprænu sem liðaðist út úr myndfletinum eitthvert langt inn i óráðna framtíð. Á bakhliðinni stóð eftirfarandi texti:
Elsku besta vinkona!
Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir að lána mér skóna þína.
Ég hef farið um 7 álfur og 7 höf og séð næstum allt sem er í heiminum.
Í hvert skipti sem ég hugsa til heimferðar rekst ég á eitthvað sem gaman væri að skoða betur.......
Konan gekk frá kortinu í gamla öskju sem hún geymdi í fataskápnum í gestaherberginu. Hún var sneisafull af sneplum og var einmitt þeirri náttúru gædd að taka endalaust við. Svo lét hún vandlega aftur skáphurðina og hélt aftur til sinna daglegu starfa.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja mín bara á fullu í ritgerðarsmíði
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:49
Jebb!
Er að verða búin með eina.......verð bara að hreinsa kollinn jafnóðum af allrahanda óþarfa og óþverra á milli atriða
Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.