Leita í fréttum mbl.is

Ókeypis ferð með tímavél - hvert viltu fara og hvað viltu vita?

Í dag sit ég við skriftir. Viðfangsefnið er draumatrú Íslendinga.

Þetta er skemmtilegt en vandasamt þar sem ramminn er þröngur, aðeins 1500 orð. En það reddast auðvitað allt saman. Heimildirnar eru það sem mig langar að tala um hérna. Fyrir utan ýmsar misvitrar bækur er ég nefnilega að skoða svör við spurningalista sem Þjóðminjasafnið sendi út árið 1985 að mig minnir. Þar er spurt um drauma, fyrirburði og spádóma og allt mögulegt tengt þessu efni.

Ein 116 svör bárust við þessum tiltekna spurningalista frá fólki sem fætt er á fyrstu árum 20. aldar. Þetta er alveg bráðskemmtileg lesning. Þarna kemur margt fram aftur og aftur en inn á milli koma svo ýmsar aukauppýsingar eins og alltaf þegar um persónulegar heimildir er að ræða.

Þessi svör og eins svör við fjöldanum öllum af öðrum spurningalistum um ólík efni má nálgast í þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands í Setbergi á háskólasvæðinu. Þetta eru þúsundir blaðsíðna. Þarna liggur ógrynni af upplýsingum um mannlíf fyrri ára, lífsviðhorf fólksins, drauma þess og væntingar, starfshætti, félagshegðun, skemmtanalíf, fatagerð, matargerð og bara allt milli himins og jarðar. Þetta hefur ekki verið mikið notað til þessa. Þarna eru óendanlegir notkunarmöguleikar bæði í fræðilegum tilgangi og fyrir rithöfunda af öllu tagi, fyrir fólk sem er í ferðaþjónustu eða auglýsingabransanum og bara yfirleitt alla sem vinna við skapandi störf af einhverju tagi.

Þú getur bara sest upp í tímavélina og allt þetta bíður eftir þér þegar þér hentar.

Finnst ykkur þetta ekki skemmtilegt?
Mér finnst það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband