Leita í fréttum mbl.is

Ég bara verð........

........aðeins að tjá mig hérna um það sem mér liggur þyngst á hjarta akkúrat núna. Annars get ég ekki snúið mér að bókunum og það bara verður að fara að gerast.

Sko þannig er mál með vexti að ég hætti að drekka diet-coke og yfirleitt innbyrða allt sem inniheldur asparatam eða hvað það nú heitir fyrir viku síðan. Ég er alveg að drepast úr fráhvörfum!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég sver það að þetta er satt, ég er með verkjum hreinlega. Kaffi dugar ekki nema bara á höfuðverkinn. Allt hitt er óleist. Mig verkjar mest í sálina og hjartað. Þetta var ást - ekkert minna. Diet-coke er búin að vera vinkona mín í 25 ár og deila með mér sorg og gleði. Þessi vinkona (diet-coke er kvenkyns, sjáiði bara flöskuna) hefur verið mér við hlið án þess að krefjast nokkurs til baka frá mér. Kannski þess vegna sem ég hef elskað hana svona óskaplega í gegnum árin. Skilyrðislaus ást er ekki að þvælast fyrir manni svona hversdagslega.

Vinsamlega verið góð við mig ef þið hittið mig á förnum vegi næstu daga, ég þarfnast þess. Hérna heima hjá mér er bara hlegið að mér. Ég sver það ég hélt að eiginmaðurinn og synir mínir myndu míga niður við matarborðið í fyrradag þegar ég var eitthvað að reyna að tjá mig. Dóttirin reyndar klappaði mömmu sinni á bakið og sæyndi hluttekningu. Ég sagði þeim líka að það væri ekki út af neinu sem hún fengi ein að fara með mér í helgarferð til Köben um Hvítasunnuna.

Dáltið svona tæp á tauginni verður að segjast en þessu sambandi verður að ljúka með góðu eða illu.
Ef þið sjíð mig einhvers staðar með vinkonu mína upp á arminn þá vinsamlegast rekið mér rækilegan kinnhest hið snarasta. En annars bara góðvild takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ekkert mál með kinnhesitnn, þú ert svo auðþekkjanleg á myndinni

Það eru margir sem telja þetta aspardam (veit nú ekki alveg hvernig þetta er skrifað) vera mjög varasamt. En það virðist virka misjafnlega á fól. Alveg frá því að vera alveg skaðlaust að því er virðist og upp í fyrirvaralaus krampköst í tíma og ótíma hjá viðkomandi.

Gangi þér vel

Landfari, 12.3.2008 kl. 11:10

2 identicon

Hvers vegna í andskotanum komstu ekki með? Þú hefðir losnað við alla kvilla og kreppur kv. ke

kristin einarsd (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:29

3 identicon

Jah, nú þykir mér stungin tólg. Abbababb á slifurfati. Svei mér þá alla mína daga.

 Á dauða mínum átti ég von á (ekki það að ég sé að berjast á banabeði akkúrat núna) en að Soffía skildi við sig ástkonu sína og félaga í gegnum súrt og sætt. Ég hélt í fullri alvöru að fyrr myndu háfar hlaupa á land eða ég jafnvel heimta mitt jómfrústand en að Soffía hætti í Diet kókinu.

 NÚ BRÁST KROSSTRÉÐ

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:05

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Held að þú þyrftir bara að fara í gegnum hið hefðbundna sorgarferli, kistuleggja, jarða (flöskun) og erfiðdrykkju þar sem ekkert diet-kók er í boði

Það er vont að kveðja góðar vinkonur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband