Leita í fréttum mbl.is

Ok!

Enginn að míga niður af spenningi yfir hugmyndinni minni hér að neðan - þá það, ég held áfram að hugsa.

En hvað með árlegan flóamarkað?

Það er ástæða fyrir því að nágrannaþjóðir okkar stunda endurnýtingu á persónulegum munum í stórum stíl. Í fyrsta lagi er það fjárhagslega hagkvæmt og svo er það bara svo skemmtilegt.

Hvernig líst ykkur á flóamarkað í endaðan maí, áður en skólinn hættir og allir fara í sumarfrí? Við gætum meira segja haldið hann í yfirgefnu gróðurhúsi til að auka á stemmninguna og tengja þannig við aðurnefnd sérkenni Hveragerðis. Hugsið ykkur hvað það gæti orðið gaman að hittast eina helgi og standsetja svæðið og halda svo flóamarkað helgina á eftir. Fyrir nú utan það hvað það er stórkostlega hreinsandi og skemmtileg upplifun að fara í gegnum draslið sitt. Sumt hefur maður ekki séð í áratugi, man ekki eftir að hafa nokkurn tíma átt og annað var manni einhvern tíma svo kært að maður skilur ekkert í því hvernig maður gat hafa verið búinn að gleyma því.

Ég gerði þetta í fyrra á blómstrandi dögum og skemmti mér konunglega. Markmiðið var fyrst og fremst að taka þátt og auka fjölbreytnina. Mér finnst svo skrítið af hverju fólk endurnýtir ekki. Ég held að Íslendingar séu svo spéhræddir að þeir vilji ekki að aðrir sjái skranið sitt. Massíf minnimáttarkennd! Þarf sér færslu í það - kemur síðar.

Forfeður okkar sváfu upp við dogg í baðstofunum. Af hverju veit ég ekki en heyrði þá uppástungu um daginn að það hefði verið til þess að vera við öllu búinn og geta verið snöggur á fætur. Fnnst það reyndar verulega hæpin skýring en þetta gerðu þeir og tórðu. Af hverju ættum við að leggjast niður, keyra til Reykjavíkur og bíða eftir því að lognast út af? Forverar okkar í Hveragerði voru í vissum skilningi frumkvöðlar og landnemar. Þetta var fólk sem kom héðan og þaðan af landinu til þess að nýta tækifærin sem náttúran og aðstæðurnar buðu upp á. Til þess að geta nýtt þetta þurfti mikla vinnu og ekki síður mikið áræði við að prófa sig áfram og finna svo á endanum vonandi eitthvað sem gagnaðist.

Þeir þurftu að finna leiðir til að nýta jarðhitann, byggja gróðurhúsin, koma afurðunum á markað o.s.fr. o.s.fr. Ég er ekki viss um að fólkið hérna geri sér almennt grein fyrir hversu miklir frumkvöðlar garðyrkjumennirnir gömlu voru. Eins kannski ekki hversu mikil harka var í lífsbaráttunni. Moldin var ekki auðfengin, hana þurfti að sækja í Ölfusið en hitin var hérna þótt enginn vissi í raun almennilega hvernig ætti að nýta hann. Það sem einkenndi þetta samfélag var að þetta voru fyrst og fremst einyrkjar. Allar rómantískar hugmyndir um samvinnu og samkennd eru á falsrökum byggðar. Hér barðist hver fyrir sínu og stéttarvitund var lítil sem engin.

Þetta voru hörkutól og það sem ég dáist mest að var hugkvæmnin. Ég gæti sagt ykkur margar sögur af furðanlega hugvitsamlegum tilraunum við jarðhitanýtingu. Geri það seinna. Núna langar mig bara að pota í ykkur og gá hvort eitthvað lifir eftir af sjálfsbjargarviðleytninni og sköpunargleðinni og hvort ykkur langar ekki að fara á flug með mér og nýta eitthvað af þessu til góða fyrir samfélagi sem við byggjum saman.

Fundur hjá mér við tækifæri, ég skal slá í pönnsur (þarf reyndar að læra það fyrst, en það er líka kominn tími til).
Allir velkomnir!
Koma svo..................

Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Soffía! Þessi hugmynd gefur tilefni til einshvers meira en þvagláta. Ég verð að segja að ég missti nánast hægðir og þvag, svo hrifin varð ég.

Massa kúl að nota gróðurhús, temmilega áhugavert og sérstakt.

Ég get ekki lagt hönd á plóginn, er fjarri góðu gamni á meginlandinu. En styð þig fullkomlega. Þú ættir að geta fengið e-a styrki eða aðstoð við að koma þessu á laggirnar. Ein eða með öðrum. Þú getur allt...

Hver veit nema ég slái í pönnsur þegar þið Jónheiður komið út í maí.

Kisskisskiss, Sólhidur

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 07:59

2 identicon

Þetta er bara brilliant hugmynd, ég er alltaf til í eitthvað svona

kv Dísa og durtarnir í neðri byggð

Sædís (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband