3.3.2008 | 13:14
Loftið lævi blandað?
Ég er farin að halda að það liggi eitthvað í loftinu hreinlega. Að það sé eitthvert samsæri í gangi. Mér finnst nefnilega venju fremur allir í kringum mig vera búnir að fá alvöru pestar að undanförnu.
Á mínu heimili háttar málum þannig til að jafnaði að krakkagrísirnir mínir litlu verða stundum lasin og þurfa að vera inni í 1-2 daga og svo ekki meir. Unglingurinn er fáránlega hraustur og verður bara hreinlega aldrei veikur. Eiginmaðurinn verður sjaldan veikur en þegar það gerist þá sefur hann í 1-2 sólarhringa og svo búið. Sjálf verð ég svo sem oft kvefuð og lumpin eitthvað en sjaldan eða aldrei neitt veik þannig lagað.
Það er nefnilega reginmunur á því að vera lasinn eða veikur.
En núna í vetur - þið vitið, veturinn sem er búinn að vera viðbjóðslega leiðinlegur í veðri, ef ekki dumbungur og úrhellisrigning þá kafaldssnjóbylur og ófærð - eru bara hreinlega allir á mínu heimili búnir að verða veikir í alvörunni og líka meira eða minna allir einhvern vegin í kringum okkur. Meira segja hreystimennið Valdimar unglingur varð veikur og fékk hita og hvað eina.
Þetta er alveg hryllileg tímasóun að liggja svona eins og aumingi í rúminu. Látum það vera ef maður væri nógu hress til að lúlla sér og lesa. Þá gæti maður með góðri samvisku lesið eitt og annað sem maður hefur ekki tíma tilað leyfa sér vegna skólabókanna. En nei nei það er ekki einu sinni svo gott.
Núna, já akkúrat núna er ég sest upp og ætla að drífa mig í sturtuna svo ég geti hespað af verkefni sem ég átti eiginlega að skila í tímanum sem stendur yfir akkúrat núna! Þetta er orðið gott í bili. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að veik. ÉG er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik...................................................................................................................................................................................................................... Heyrðu! Ég er öll að hressast, ég bara finn það
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.