Leita í fréttum mbl.is

Should I stay or should I go ?

Undanfarið hef ég haft miklar áhyggjur af mínu litla bæjarfélagi Hverageði. Eins leiðinlegt og mér finnst það þá sýnist mér allt vera að fara í hundana hér. Þetta fallega þorp er að rembast við að vera bær og lyktirnar verða sennilega þær að úr verður ormlaga vegasjoppa að amerískri fyrirmynd. Sanniði til, með þessu áframhaldandi verður komið bílaumboð við þjóðveginn ef svo heldur áfram sem horfir.

Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum er fjárhagsstaða bæjarins með eindæmum erfið. Endurskipulagning stendur yfir að því er mér skilst og meðal annars hefur staða æskulýðsfulltrúa verið felld niður. Reyndar má kannski segja að farið hafi fé betra í þessu tilfelli en eftir stendur málaflokkurinn berstrípaður í þessum bæ sem gefur sig út fyrir að vera fjölskylduvænn vaxandi smábær í fallegu umhverfi.

Fallegur, smár en vaxandi - jú vissulega - en fjölskylduvænn? Það held ég varla. Ekki nema þó að því leytinu til hvernig samfélagið sjálft heldur utan um sína. Og það hefur ekkert með bæjarsjóð eða bæjarstjórna að gera.
Sonur minn sem er nýorðinn 13 ára getur ekki beðið eftir því að það verði tekið á móti atvinnuumsóknum hjá fyrirtæki einu hér í bæ - Dvalarheimilinu Ás/Ásbyrgi. Hann segir mér það að hann geti haft 50 - 60 þúsund á mánuði og svo sé bónus í sumarlok fyrir þá sem mæta vel og vinna vel.

Þetta er einn af þeim kostum sem smábærinn eða öllu heldur þorpið býr yfir. Þetta er ein af þeim ástæðum sem gera það að verkum að maður er ekki fluttur. En hvað er það sem er svona frábært við þetta gæti einhver spurt?
Jú nefnilega það að krakkar hafa hvað sem öllum alþjóðasamþykktum líður bara gott af því að vinna. Fyrir því er einnig rík hefð á Íslandi að krakkar vinni á sumrin og reyndar svo sterk að til skamms tíma var kennsluár skóla í landinu algerlega miðað við þarfir atvinnulífsins, nefnilega landbúnaðarins.

Það sem skiptir þó mestu máli er uppeldislega gildið sem þetta hefur fyrir einstaklinginn sem fær að njóta slíkra forréttinda að vinna fyrir launum. Sú tilfinning að maður sé að gera gagn og að frammistaða manns skipti einhverju máli er undirstaða persónulegrar velgengni og vellíðan að mínu mati. Þetta er eitthvað sem ég efast um að margir nenni að andmæla. En nákvæmlega þetta er eitt af því sem er bara ekki innbyggt í borgarsamfélög en blómstrar oft á tíðum í dreifbýlinu. Það er að segja að í borgarsamfélagi verða sjálf fyrirtækin kannski fjarlægari fólkinu. Hérna í Hveragerði eru aftur á móti 3-4 nokkuð stöndug eða alla vega rótgróin fyrirtæki sem skynja mikilvægi sitt í heildarmyndinni. Stjórnendur og eigendur þessara fyrirtækja eru stórmenni og það er þeim að þakka að hér er ekki allt á vonarvöl - það er svo sannarlega ekki rifrildis-óróa-ég-vil-ráða-hvað-sem-það-kostar-fólkinu sem hefur setið í stjórn þorpsins míns undanfarin allt of mörg ár.

Við höfum andskotinn hafi það ekki efni á því að vera að rífast þetta alltaf hreint og standa í málaferlum hvert við annað bara til að geta öskrað út í vindinn: ég vann, ég hef rétt fyrir mér - minn er mátturinn og dýrðin!!!

Hver er dýrðin? Áttum okkur á því hvert og eitt og vinnum saman af heilindum í því að bjarga því sem eftir lifir af þorpinu og þorpurunum í Hveragerði. Mitt innlegg eru þessi blogg þar sem ég meina ekkert nema gott af því að ég elska þorpið mitt og svíður að sjá það blæða.

Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Er það hafið eða fjöllin sem laða mig hér að eða ER ÞAÐ KANNSKI FÓLKIÐ Á ÞESSUM STAÐ  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.2.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég sammála þér, finnst alveg hræðileg synd með þróunina í Hveragerði. Amma búin að gefast upp á þjónustuleysinu og er á leið til Reykjavíkur og það þarf mikið til að hún gefist upp á Hveragerði. Þetta er einn fallegasti bærinn í landinu. Það eru ekki margir sem státa af því að geta horft á laxinn ganga upp í foss í miðjum bæ. Takk fyrir að synda á móti straumum eins og laxinn...:)

Birgitta Jónsdóttir, 21.2.2008 kl. 16:08

3 identicon

Sæl Birgitta

Ég bara trúi þér ekki, er hún amma þín að fara?

Það verður sjónarsviftir að henni þessari elsku hérna á götunum.

Við hinar risaeðlurnar verðum bara að fara að herða okkur - ég kannski fer bara að ganga með hatt eða eitthvað :) Nú eða hoppa alsber meðal laxana í fossinum!!!

Soffía (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Góður pistill hjá þér .

Heimir Eyvindarson, 25.2.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband