Leita í fréttum mbl.is

Einn fyrir háttinn!

Nú fer ég í háttinn vitandi hreinlega ekki hver ég er eða hvaðan ég er að koma - nú eða hvort ég á afturkvæmt og þá hvert skuli halda !

Mér hefur nefnilega nýlega verið tjáð að ég sé:

geðveikur dýrahatari frá helvíti og mannviðbjóður,
hræsnari,
fífl,
smekklaus,
ófær um að eiga börn og ´mannverur´,
upptekin af eigin rassgati (nokkuð til í því !),

óþroskuð,
ófyndin,
óskýr,
illa upp alin,

Reynt hefur verið að koma mér í skilning um hvernig ritmál nær ekki að fanga húmorískar víddir talmálsins og ekki má gleyma þeirri ábendingu að heimurinn sé betri án mín!

Hér gætir vissulega ýmissa góðgrasa en dauðaósk mér til handa toppar þó held ég sátuna.

Góða nótt fallega fólk
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mér finnst þú ógeðslega skemmtileg eins og krakkarnir segja. Vona að þú jafnir þig.

Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sömuleiðis Rut, og svo ertu greinilega mjög klár kona!

Hafðu ekki áhyggjur af mér, mér finnst þetta bara skemmtilegt - og merkilegt.

Soffía Valdimarsdóttir, 3.4.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

kattarófétið að koma þér fyrir kattarnef......................

við eigum ekki orð yfir þessum athugasemdum sem þú fékkst, á mínum bæ, var að spá í að blogga um ófétið sem kemur óboðinn inn á mitt heimili hverri nóttu, veit ekki hvort ég þori því

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.4.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei þú átt auðvitað að láta það yfir þig ganga bara eins og hvert annað hundsbit að köttur nágrannans éti matinn þinn og brjóti húsmuni og svona nokkuð sjálfsagt og eðlilegt !

Soffía Valdimarsdóttir, 3.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 56309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband