Leita í fréttum mbl.is

Það sem aðrir sjá og (mis)skilja

Í gær hringdi í mig kona.
Hún reyndi að höfða til minnar innri gyðju með því að biðja mig að axla ábyrgð, stíga fram og gera gagn.
Leyfðu mér að hugsa málið - svaraði ég enda á fullri ferð á Miklubrautinni.
Búin að hugsa málið. Svarið er nei. Stressboltinn ég hef ekkert að gefa - því miður!

Stuttu síðar var ég á tali við 3 konur um annriki líðandi stundar. Við vorum svona að taka stöðuna á ritgerðafárinu sem skollið er á eina ferðina enn. Gaman að því.
Þú ert nú svo skipulögð - segir þá ein dúfan og horfir skammlaust í augun á mér.
Ha ég, nei ég er alveg hræðilegur óreiðupési - svara ég og roðna pínulítið um leið.
Nei hún Soffía er svo mikill bóhem - segir þá önnur hlægjandi. Hún skrifar örugglega aldrei orð fyrr en eftir miðnætti - hahaha!

Ó en frábært! - Hugsaði ég á meðan restin af umræðunum fór framhjá mér þótt mér tækist að brosa og kinka kolli á réttum stöðum (vonandi). Ein heldur að ég sé fullkomin, önnur að ég sé bóhem og ég sjálf veit að hvoru tveggja er of klippt og skorið til að geta átt við mig og mína sveiflukenndu tilveru. Reyndar er ég sjálfsagt miklu oftar bóhem-megin línunnar. En það vantar allan glamúr í mitt bóhemeðli. Lítið um sköpunargáfu og liberal lífsmáta líberalismans vegna. Meira svona allt í rassgati leti minnar og ónytjungsháttar vegna og svo auðvitað vegna áðurnefnds óreiðu-syndromes.

En suma daga er ég næstum því fullkomin!
Já ég sver´ða!
Aðra daga er ég aftur hræðileg manneskja! Ekki bara óreiðupési heldur líka aggresíf, ósanngjörn tík sem eiri hvorki sjálfri mér né öðrum. Stundum er ég svo hræðileg að það væri best fyrir allt og alla ef ég færi ekki á fætur þann daginn.

Grínið í þessu öllu saman er að oftar en ekki tekst mér að blekkja fólk þannig að það leggur trúnað sinn og traust á mig. Meira að segja fólk sem nauðaþekkir mig!

Svo aftur dúkkar upp ein og ein manneskja í kringum mig sem sér í gegnum skelina
Frekar svona óheppilegt
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er Soffía að þú ert gömul sál. Það þýðir að þú hefur ekki metnaðargirndina og þörfina fyrir að berast á eins og ungu sálirnar sem nærast á því sviðsljósi sem skín á þær.

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já - hann Sigurður Heiðar frændi minn sagði mér einmitt ítrekað í dag að ég væri kelling:)

Hvernig gekk annars í Kolaportinu? Getur þú kannski bara hætt að vinna og gert krakkann út?

Soffía Valdimarsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

þarf að koma í heimsókn til fullkomnaóreiðubóhemsins

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nákvæmlega Hulda!

Er komin með alvarleg fráhvarfseinkenni !!!!!!

Soffía Valdimarsdóttir, 1.4.2009 kl. 09:39

5 identicon

Heyrðu beibí, Kolaportið frestaðist. Besta vinkonan átti nefnilega afmæli. Kapitalisminn vék fyrir vináttunni að þessu sinni. Förum í staðin sunnudaginn 19. apríl. Daginn eftir afmælisdag Magneu frá Kleifum :-)

sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband