Leita í fréttum mbl.is

Um það að vera sá sem maður er - og fagna því.

Í dag er Regnbogadagurinn. Samkynhneigðir Íslendingar blása til hátíðar í því skyni að halda upp á tilveru sína yfirleitt. Sú nýbreytni verður skilst mér að þessu sinni að fjölskyldur koma sérstaklega fram og fagna saman.

Það er gott að eiga tvær mömmur heyrði ég haft eftir einni lítilli á rúv í vikunni. Systir hennar sagðist alveg vilja eiga pabba ef út í það væri farið en tvær mömmur væru alveg eins góðar. Sennilega eru tveir pabbar bara fínastaslags líka þótt ég þekki svo sem ekki sérstaklega til neins nema þessa hefðbundna forms - kona, maður krakkar.

Umfram annað held ég þó að best sé að fagna tilvist sinni hvernig svo sem kynhneigð eða fjölskyldumynstri er háttað. Að bera gæfu til þess að vera sá sem maður er á hverjum tíma er mesta hamingjan í lífinu.

Til hamingju öll þið sem fagnið í dag. Ég vildi gjarnan ganga með en er í vinnunni svo ég verð bara með regnbogabarmmerkið og hugsa um hamingju í staðinn og þá gæfu að vera lifandi í landi tækifæranna. Dóttir mín spurði mig í gær af hverju í ósköpunum ég væri að vinna á Gay-pride daginn - hver á þá að fara með okkur í gönguna? Á ég að fara ein eða...?
Svona er lífið, svaraði ég. Þú verður bara að láta þig hlakka til þess að verða nógu stór til að gera allt það sem þig langar til að gera - og gera það!

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég sé það alveg í hillingum að eiga tvær mömmur! Vildi að vísu ekki sleppa pabba samt, af því að ég þekki hann...

Held að foreldrar sem virkilega þurfa að hafa fyrir því að eignast börn frekar en að fá þau afar oft meira óvart en hitt, séu að meðaltali betri foreldrar.

En missti af Gleðigöngunni, var í sveitinni. 

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég er eins og ég er

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það ertu svo sannarlega min kæra Hulda og þess vegna áttu svona marga vini :) :)

Soffía Valdimarsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband