Leita í fréttum mbl.is

Um hvað kjósum við núna?

Það er gagnlegt að staldra við og spá svolítið í það hvað það er sem við kjósum um í raun og veru.

ESB er til dæmis ekki beinlínis kosnigamál að þessu sinni. Ekki frekar en í síðustu tveimur kosningum. Alveg sama hvað Samfylkingin reynir, þá gengur ekkert að gera þetta mál að hverfipunkti. Hvort það er gott eða slæmt er aukaatriði. það sem er athyglivert er að þjóðin setur þetta atriði til hliðar með ákveðnu afskiptaleysi.

Það augljósasta væri efnahagsmál og ekki síst gjaldeyrismál.
Þau atriði eru vissulega mjög ofarlega í umræðunni.

Hins vegar eru það fyrst og fremst tilfinningaleg rök sem ráða ferðinni að þessu sinni.
það er hugmyndafræðin og þá fyrst og síðast tiltrú kjósenda á það að hve miklu marki megi vænta HEILINDA af frambjóðendum á erfiðum tímum sem framundan eru í íslensku samfélagi.

Viðbrögð fólks við framboðsfundi Reykjavíkur-Norður er dálítið lýsandi í þessu sambandi.

þar átt Katrín nokkur Jakobsdóttir mannvitsbrekka og snillingur algerlega salinn.
Af hverju var það?
Jú það var af því að hún sagði sannleikann!

Hún sagði að á næstu mánuðum yrði því miður bæði að lækka laun og hækka skatta.

Aðspurðir sögðu hins vegar kollegar hennar annars vegar í Flokknum og hins vegar í Samfylkingunni eitthvað allt annað.
Flokksmaðurinn þvertók fyrir að skattahækkanir væru fyrirhugaðar.
Samfylkingarmaðurinn svaraði með hálfkæringi, hálf-svari, hann þyrði ekki að útiloka neitt.

Í báðum tilfellum er verið að fara á skjön við sannleikann!
HEILINDIN eru lögð til hliðar í pólitískum tilgangi.

Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það eru endalausar neyðaraðgerðir framundan. Það er ekkert í stöðunni nema bullandi kjaraskerðing og lífróður.

Sjálfstæðimenn halda áfram að ljúga að okkur og Samfylkingin heldur áfram að vera dipló!
Vinstri-grænir aftur þora að vera það sem þeir eru - réttlátir raunsæismenn sem starfa af HEILINDUM!

Hverjum treystir þú til að segja þér satt á þessum erfiðu tímum?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband