Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki alveg sannfærð.

Vitiði það að ég er ekki alveg sannfærð um að það sé skollin á alvöru kreppa á Íslandi.

Já ég veit, það eru margir fátækir og það munu alveg skelfilega margir missa húsin sín á næstunni.

En munaðarvarningur selst ennþá nokkuð vel. Þá þykir mér hæpið að tala um alvöru kreppu.

Ef ég tek tvö dæmi þessu til staðfestingar:
Mig vantar sokkabuxur. Svona dálítið sérstakar sokkabuxur sem ég kaupi sjaldan en finnst ég verða að nota við ákveðin tækifæri. Þær kosta orðið um 3000 krónur. Því fór ég í verslun í gær í þeim tilgangi að kaupa einar slíkar. Þær voru búnar. Nú nú hugsaði ég, þær hafa ekki fengist keyptar vegna ástandsins. En þegar ég spurði fékk ég það svar að: Nei nei, þær eru bara svo vinsælar að ég misreiknaði mig með magnið. Kannski hefur þessi tiltekna verslun selt meira af þeim núna af því að einhverjar aðrar njóta ekki lengur viðskiptavildar í útlöndum. Veit það ekki.

Svo að öðru öllu ótrúlegra.
Þannig háttar til að tölvan mín er orðin fimm ára og er skemmst frá því að segja að ég bið í hljóði á hverjum degi að hún hrynji ekki endanlega þann daginn, svo léleg er hún orðin. Því fór ég að kaupa mér nýja í gær. Eða ég ætlaði að kaupa nýja. Þær eru nefnilega uppseldar en væntanlegar í næstu viku. Jæja ég kem þá, sagði ég og hugðist fara heim með það. Nei, þú verður að skrá þig á pöntunarlista hérna hjá mér til að vera viss um að fá eintak, var mér þá sagt.

Fyrir u.þ.b. 3 vikum komu nefnilega 40 vélar til landsins en þær voru allar fyrirfram pantaðar þannig að nú er orðinn til nýr pöntunarlisti sem telur orðið rúmlega 30 manns. Hann sagðist fá 60-70 vélar en það væri vissara fyrir mig að panta sum sé því eftirspurnin væri gríðarleg. Hún kostar alveg um 200.000 krónur þessi tiltekna vél sem ég á og ætla að endurnýja.

Er þetta alvöru kreppa?
Á hún ekki bara eftir að koma?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka góð,

ég gæti ekki verið þér meira sammála, það er snardularfullt hvað fólk virðist enn geta verslað og spendað hægri vinstri. Svo er auðvitað annað að við erum VISA korta þjóð from hell og það verður þrautin þyngri að breyta því. Svo segja mér fróðir að fullt af fólki treysti á að skuldir verði niðurfelldar og þetta verði bara allt í gúddí. Ég veit ekki alveg á hvaða plánetu menn eru aldir uppá en eitt veit ég að fyrr frýs í helvíti en skuldir sauðsvarts almúgans verði felldar niður. Það held ég að sé morgunljóst.

Kiss og knús kella mín.

Þórhildur Þórhallsd (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Heldurðu að það geti verið að fólk trúi því að niðurfelling komi til ???

Er þetta ekki bara afneitun á háu stigi?

Soffía Valdimarsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:35

3 identicon

ójú, afneitun getum við kallað það. En er þetta bara ekki hið týpíska svar frá hinum dæmigerða Íslendingi, "þetta reddast!" alveg í engu samhengi við hvort minnstu fræðilegu líkur eru á að hlutirnir reddist eitthvað.

Ég get ekki að því gert að alveg síðan blessað kerfið okkar hrundi (þeas opinberlega, það var auðvitað löngu hrunið áður, því var bara haldið leyndu meðan menn komu fjármunum undan) þá hefur mér liðið eins og algjörum kjána í kjánalandi. Hvernig stóð á því að maður var svona vitlaus að fljóta bara með og segja ekkert þegar maður vissi alveg í hjarta sínu og haus að eitthvað var alveg kengbogið við þetta allt saman? Jamm, kjánaflón, þannig líður mér.

Þórhildur Þórhallsd (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56253

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband