Leita í fréttum mbl.is

Stórþrif eina ferðina enn!

Það er líklega við hæfi að óska fólki til hamingju með nýja ríkisstjórn.
Þetta er auðvitað veik stjórn, minnihlutastjórn.

En hún er táknrænt mjög sterk.
Þetta er stjórnin sem rekur endapunktinn á eftir nær 18 ára samfelldri stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er stjórn sem hefur í heiðri jafnrétti kynjanna.
Þetta er stjórnin sem fyrsti kvenforsætisráðherra Íslands leiðir.
Þetta er stjórn sem lætur skynsemina ráða og sækir nauðsynlega sérfræðiþekkingu út fyrir raðir þingflokka sinna.
Þetta er stjórnin sem við vitum að gæti jafnvel og ekki ólíklega orðið valkostur eftir næstu kosningar með eða án Framsóknar.

Ég ætla nú að leyfa mér þann munað að sjá hvað setur og dæma þessa ríkisstjórn af verkum hennar í stað þess að hafa uppi gífuryrði um væntanlegt gengi hennar. Það er líka lúxus að hafa svona einu sinni til tilbreytingar skýran valkost þegar gengið er til kosninga.

Þetta verður allt að koma í ljós auðvitað en ég sum sé vil óska til hamingju og segja að þó ekki sé annað með þessu fengið en það að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum þá er það hálfur sigur í sjálfu sér sem ber að fagna.

Nú þarf að hreinsa til eftir þá........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband