Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eiga motmælin?

Umfjöllun um mótmæli gærdagsins er svolítið komin í hættulegan farveg finnst mér.

Það er mikið skrifað og skrafað um að í gærkvöldi hafi brostið á með einhvers konar reif-partýi í miðbænum þar sem helstir hafi farið spítthausar og krakkaskríll.

Vissulega báru fréttamyndir þessu vitni en við vitum aldrei hvað er að finna fyrir utan sjónarhorn myndavélarinnar hverju sinni.

það sem mestu skiptir þó er að það á enginn mótmælin frekar en annar og það á enginn lýðræðið sérstaklega.
Helst vidi ég að það finndust engir spítthausar í heiminum og að krakkar væru alltaf litlir og góðir en aldrei skríll. En þannig er það ekki og við fullorðna fólkið erum ekki vandaðri í okkar brambolti en krakkarnir. Við kunnum bara orðið fleiri og útsmognari leiðir til að valda usla og skaða. Núverandi ástand í þjóðfelaginu ætti að nægja máli mínu til stuðnings í þeim efnum.

Ef við erum farin að flokka fólk sem mótmælir skorti á lýðræði og lýsa þvi yfir að einum sé frjálsara að mótmæla en öðrum þa erum við á villigötum. Þá um leið erum við farin að eigna ákveðnum þjóðélagshópum réttindi umfram aðra og þá um leið ganga þvert á grunngildi lýðræðis.
Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að allar byltingar éta að lokum börnin sín.

Lifi byltingin!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 56256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband