Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt síðsumar!

Nú er sumarið að verða búið og ég ekki búin að gera nema svona einn fjórða af því sem til stóð. Ekkert nýtt svosem en kemur samt alltaf jafn mikið á óvart.

Reyndar búið að vera annasamt sumar og skemmtilegt þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta. Það sem útaf stendur eru verkefni sem ég ætlaði að vinna svona til hliðar við allt þetta venjulega sem maður gerir á dæmigerðu sumri.

Frí með fjölskyldunni á Arnarstapa og mjög sérstök ferð til Færeyja með Huldu og Frímanni rafvirkja eru tvímælalaust ánægjulegustu viðburðir sumarsins. Ókláruð ritgerð og tætingslegir fataskápar eru hins vegar ekki með í þeim flokki.

En nú er uppáhalds árstíðin mín að byrja, síðsumar og svo haust þannig að það er óþarfi að örvænta. Ef ég þekki mig rétt kem ég miklu í verk fram að skólabyrjun enda fátt dásamlegra en að vaka og dunda sér þegar það er aftur farið að dimma á kvöldin.

Sjáumst í haust
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Lofa því að tætingslegu fataskáparnir fara ekki neitt og bíða eftir þér nákvæmlega þegar þú hefur tíma og löngun

En takk fyrir síðast, eru þið búin að jafna ykkur eftir eyjar?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já takk bara öll að koma til og sjölftakk (eða eitthvað) en þið, kallinn farinn að vinna og það allt saman?

Soffía Valdimarsdóttir, 7.8.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband