Leita í fréttum mbl.is

Helvítis fokking fokk!

Ég vaknaði því miður í vondu skapi í morgun.
Hef ekki hugmynd um af hverju.
(kannski af því að ég asnaðist til að lesa blöðin í gær, horfa á fréttirnar og svo Kastljósið í ofanálag. Djöfull er verið að taka mann hressilega í þurrt rassgatið þessa dagana - og sjálfsagt bara rétt að byrja !!!)

Kíkti svo í Moggann og Fréttablaðið og nú er ég brjáluð - alveg sjóðandi bandvitlaus í skapinu.
Mál og menning er að flytja og þá jafnvel burt af Laugaveginum!

Hvern fjandann á maður þá að vilja niður í bæ?
Í Iðu kannski til að kaupa pólitískt réttþenkjandi bókmenntaslys og túristabækur með harðspjöldum og krúttmyndum í bak og fyrir?

Andskotans, helvítis helvíti!
Fær ekkert að vera í friði í þessu fjandans gúanóríki?!

Farin að lesa um forspárgáfu völvunnar í Völuspá - kannski er einhverja svölun að finna í því - hvern fjandann veit ég!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Geyr Garmur mjög

fyr Gnipahelli,

festur mun slitna

en freki renna.

Fjöld veit hún fræða,

fram sé eg lengra

um ragnarök

römm sigtíva.

Opnaði Völuspá og þetta kom upp, þú getur kannski frætt mig á því hvað sigtíva þýðir.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.6.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sigtívar er nafn yfir guðina. Hún spáir römmum endalokum þeirra.

Reyndar rís svo jörðin aftur úr sæ iðjagræn og sumir guðanna koma aftur.

Ætli það sé ekki málið, þetta gengur allt í hringi þetta helvítis rugl. Núna þurfum við að keyra hjólið áfram í einhver ár svo það geti farið að rofa til aftur.

Soffía Valdimarsdóttir, 11.6.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér brá nú all svakalega yfir að hitta fyrir bloggara sem bölvaði meira en ég.

Svo hlýnaði mér aldeilis um hjartarætur, þegar ég sá athugasemdina hennar Huldu Bergrósar, og svo svarið þitt. - Og svo toppaðir þú með því að ráða spá Völunnar.  Takk kærlega fyrir þetta.   Og góðar stundir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 56237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband