Leita í fréttum mbl.is

Djöfull.....

......fannst mér ömurlegt að hlusta á hana Ingibjörgu Sólrúnu í Silfrinu í gær tala um að það verkefni sem brynni helst á stjórnvöldum að leysa núna væri að bæta lausafjárstöðu bankanna.

Bankarnir með KB banka í broddi fylkingar, eru búnir að taka þjóðina gjörsamlega í þurrt rassgatið með því meðal annars að fara offari á erlendum vettvangi og koma óorði á íslenska hagkerfið? Og svo eiga skattpeningarnir okkar að fara í að redda þessu máli!

Af hverju bauðst hún ekki bara til að fara heim til Sigurðar og skúra kofann hjá honum? Nú eða senda einhverjar verkakonur í það öllu heldur?
(Já já ég veit að þetta er ekki málefnalegt og voða naív og allt það - en mér er stórlega misboðið)

Það er ekki nóg með að stjórnvöld á Íslandi með Sjalfstæðisflokkinn í fararbroddi hafi gefið einkaaðilium bankana sem fólkið í landinu átti heldur horfðu þeir svo bara á hvernig fjármagni var dælt inn í samfélagið í fullkomnu ábyrgðarleysi.

Engar athugasemdir eða mótbárur komu svo frá ríkisheimilinu þegar bankarnir dunduðu sér við það að húkka gljáskeindann almúgann fastann með siðlausum ákvæðum um uppgreiðslugjöld á húsnæðislánum.

Mikið rosalega er ég orðinn þreytt á að láta traðka á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband