Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Skrýtin skepna......

........ mannskepnan!

Undanfarna daga hafa tvær menneskjur hlotið sína 15 mínútna frægð á Veraldarvefnum fyrir það eitt hvað þau eru lítið falleg.

Já, ég er að tala um keppendurna Susan Boyle og Paul Botts sem taka þátt í Brittain´s got talent!

Það er nefnilega þannig að litla-ljóta-andarunga-syndromið er að því er virðist sammannlegur andskoti (Náskylt Öskubusku-syndrominu auðvitað). Þar fyrir utan er ekki annað að sjá en að feita og ljóta fólkið sæti líka sífellt meiri fordómum í henni veröld. Ekki einasta er það svona óheppið í framan heldur gera menn því umsvifalaut skóna að viðkomandi hljóti að vera vita hæfileikalaus í ofanálag.

Þannig hlógu menn að Paul allt þar til hann hóf upp raust sína og söng svo ekki var þurrt auga í salnum.
Eins var með Susan, nema hvað fólkið hlógu sínu meira að henni - hún er jú kona sem þóttist vera eitthvað. Svo söng hún, og fólkið hló og grét.

Allt er þetta vegna þess að við verðum svo glöð þegar einhver ljótur og feitur reynist ekki líka vera klikkaður fáviti á jaðri mannlegrar tilveru.

Ég veit svei mér ekki hvort ég á að hlægja eða gráta!
xxx
Fía litla


Gylliboðin streyma inn!

Var að fá tvö slík.

Annað er frá Fl-okknum. Boð í ´Sumargleði Sjálfstæðismanna´með ´léttum veitingum.´
Því treð ég í endurvinnslubunkann med det samme.

Hitt er frá bókaútgefendum og bóksölum á Íslandi. 1000 kall í afslátt við bókakaup fyrir 3000 eða meira.
Það kemur í góðar þarfir því ég bíð spennt eftir nýrri bók sem var að koma út en ég hef ekki fundið enn í bókabúðum. Það er ´Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi´mikið rit og merkilegt eftir konu sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu.

Samfylkingin er nýbúin að senda mér rós og bækling með bulli.
Þar kemur meðal annars fram að ætlunin er að ´skapa´um 20 þúsund störf á næstu árum.
Þau hafa líklega verið í sama trillekunstnere skólanum og Fl-okksmenn.

Síður vil ég að þetta pakk ´skapi´mér og mínum örlög - segi það og meina það!
það verður þó æ líklegra með hverjum deginum.

Evrópumálin eru nefnilega merkilegt nokk orðinn sá hverfipunktur sem Samfylkingunni hefur ekki tekist að gera þau þar til fyrr en nú. Nú veltur myndun næstu ríkisstjórnar á því hverjir eru tilkippilegir í ESB málum og hverjir ekki.

Þetta segi ég vegna þess að Samfylkinginn tekur þessar kosningar líklega með bravúr.
það eykur líkurnar á því að annað hvort fari þeir í stjórn með Fl-okknum eða hitt sem gæti allt eins gerst: Að enginn vilji fara með þeim vegna ESB og VG og Fl-okkurinn fokkist saman í algleymis bríaríi sem er svo súrreallískt að ég næ ekki utan um það.

Og þó - það er eignlega skárra en Samfylking og Fl-okkurinn.
VG er lengst til vinstri og Fl-okkurinn er lengst til hægri. Það er svo auðvitað alkunna að pólitískt róf er ekki línulaga heldur hringlaga og að meint hægri og vinstri mætast á einum stað í hringnum.

Gaman að þessum andskota!
xxx
Fía litla


Pólitík er sóðatík!

Svakalega er ég hrædd um að Samfylkingin og Fl-okkurinn séu að spá í að lúlla sér í sama fletinu eftir kosningar.

Mig langar að gubba!
xxx
Fía litla


Hjálp! Ég held ég sé eitthvað veik!

Undanfarna 11 daga hef ég lesið og glósað 26 fræðimenn og gluggað í ekki færri en 15 frumheimildir um norræna trú. Tilgangurinn var að finna flöt á því að fjalla um Óðinn sem æðsta eða ekki æðsta guð í heiðnum sið á Íslandi. Fann hann og niðurstöðurnar liggja fyrir og hvaðeina.

Nú eru 6 dagar til stefnu, ég er ekki búin að skrifa eitt einasta orð, ekki búin að gera beinagrind eða vinnuáætlun af nokkru tagi - og haldiði ekki að ég skipti bara um umfjöllunarefni í gærkvöldi eins og ekkert sé sjálfsagðara, tók u-beygju.

Ætla sem sagt að skrifa um heiðinn sið almennt út frá meðal annars hugmyndum úr hugrænni trúarbragðafræði þar mannshugurinn er talinn forsenda tilurðar, viðhalds og útbreiðslu trúarbragða yfirleitt. Niðurstaðan er sú í grófum dráttum að heiðinn siður eða norræn trú lúti ýmsum lögmálum trúarbragða almennt en sé með þeim hætti frábrugðinn síðari tíma trúarbrögðum að ekki var um stofnun að ræða heldur þjóðfræðilegan texta sem þjónaði notendum sínum og lifði eftir lögmálum munnlegrar geymdar kannski umfram annað.

Ef ég verð með einhverja geðveikistakta hérna inni á bloggnu mínu þá er þessu um að kenna.
Endilega grípið inn í ef ykkur þykir þurfa.

ha´det bra
xxx
Fía litla


Við eigum afmæli báðar, ég-og-Guðrún-Eiríka-Snorradóttir, ótrúlega-æðislegar-og-frábærar-í-alla-staði, við eigum afmæli í dag!

Við fórum í fertugsafmæli í gærkvöldi sem var alveg frábærlega vel heppnað.

Afmælisbarnið og ég deilum sama afmælisdegi. Þess vegna var afmælissöngurinn sunginn fyrir okkur báðar á miðnætti. Eða gerð var tilraun til þess skulum við heldur segja. Gestirnir voru svo raddsmáir og óöruggir eitthvað í söngnum að við afmælisbörnin sögðum þeim snarlega að steinhalda kjafti.

Svo sungum við bara sjálfar og fylltum húsið gjörsamlega með okkar tveimur litlu röddum við gríðarlegan fögnuð viðstaddra auðvitað (eða hlátur alla vega).

Málið er nefnilega það að við erum báðar rétt rúmur metri á hæð, kjaftforar og frægar frekjudollur sem erum þekktar fyrir að ganga bara í hlutina ef þeir eru ekki að gera sig öðruvísi.

Gaman að þessu...........
xxx
Fía litla


Meira djamm!

Framsókn opnar kosningaskrifstofu sína í Hveragerði sunnudaginn 19. apríl kl. 17:00 að Reykjamörk 2.
Kannski verður krakka-kallinn á svæðinu.

Verður maður ekki að kíkja á það?
xxx
Fía litla


Þetta verður allt í lagi!

Fl-okkurinn blæs í lúðra undir slagorðinu ´göngum hreint til verks´

Eins og það sé nú ekki nógu kaldhæðnislsegt til að dekka fyrirsögnina á þessari færslu minni þá er annað ennú glæsilegra.

20 þúsund störf á kjörtímabilinu !

Af hverju ekki bara að lofa 30 þúsund.....nei - nei, heyrðu! Lofa bara skíthræddu fólkinu 50 þúsund störfum strax á þessu ári, frírri lagninu á fimmtudögum fyrir allar forstjórafrúr í landinu og ís og nammi fyrir börnin?
Ha - væri það ekki næs?

Heimskunni verður ekki logið upp á þessa guðsvoluðu fáráðlinga................
xxx
Fía litla


Um hvað kjósum við núna?

Það er gagnlegt að staldra við og spá svolítið í það hvað það er sem við kjósum um í raun og veru.

ESB er til dæmis ekki beinlínis kosnigamál að þessu sinni. Ekki frekar en í síðustu tveimur kosningum. Alveg sama hvað Samfylkingin reynir, þá gengur ekkert að gera þetta mál að hverfipunkti. Hvort það er gott eða slæmt er aukaatriði. það sem er athyglivert er að þjóðin setur þetta atriði til hliðar með ákveðnu afskiptaleysi.

Það augljósasta væri efnahagsmál og ekki síst gjaldeyrismál.
Þau atriði eru vissulega mjög ofarlega í umræðunni.

Hins vegar eru það fyrst og fremst tilfinningaleg rök sem ráða ferðinni að þessu sinni.
það er hugmyndafræðin og þá fyrst og síðast tiltrú kjósenda á það að hve miklu marki megi vænta HEILINDA af frambjóðendum á erfiðum tímum sem framundan eru í íslensku samfélagi.

Viðbrögð fólks við framboðsfundi Reykjavíkur-Norður er dálítið lýsandi í þessu sambandi.

þar átt Katrín nokkur Jakobsdóttir mannvitsbrekka og snillingur algerlega salinn.
Af hverju var það?
Jú það var af því að hún sagði sannleikann!

Hún sagði að á næstu mánuðum yrði því miður bæði að lækka laun og hækka skatta.

Aðspurðir sögðu hins vegar kollegar hennar annars vegar í Flokknum og hins vegar í Samfylkingunni eitthvað allt annað.
Flokksmaðurinn þvertók fyrir að skattahækkanir væru fyrirhugaðar.
Samfylkingarmaðurinn svaraði með hálfkæringi, hálf-svari, hann þyrði ekki að útiloka neitt.

Í báðum tilfellum er verið að fara á skjön við sannleikann!
HEILINDIN eru lögð til hliðar í pólitískum tilgangi.

Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það eru endalausar neyðaraðgerðir framundan. Það er ekkert í stöðunni nema bullandi kjaraskerðing og lífróður.

Sjálfstæðimenn halda áfram að ljúga að okkur og Samfylkingin heldur áfram að vera dipló!
Vinstri-grænir aftur þora að vera það sem þeir eru - réttlátir raunsæismenn sem starfa af HEILINDUM!

Hverjum treystir þú til að segja þér satt á þessum erfiðu tímum?
xxx
Fía litla


Grúví gigg!

Það var ekki leiðinlegt á opnun VG í Hveragerði, það get ég sagt ykkur.

Kaffi, kökur og kruðerí.
Norbert kom með sína rómuðu grænmetiskæfu, Hugo tók myndir, Atli tók í spaðann á fólki og Jón Ægis þandi nikkuna.

Berglind hellti upp á hverja kaffikönnuna á fætur annarri og ég vaskaði upp.

Hitti konu úr Höfninni. Við ræddum möguleikana á sameiningu sveitarfélaganna tveggja sem eru eitt í sögulegu tilliti auðvitað fyrir nú utan það að vera góðir grannar með áratuga gamla þjónustusamninga í gangi sín á milli.

Hálfdán nokkur Flokksmaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði ruggaði bátnum í sinni stjórnartíð með því að hiemta fleiri krónur frá Ölfusi fyrir veru þeirra barna úr því sveitarfélagi sem hafa í gegnum árin stundað leik- og grunnskóla í Hveragerði.

Nú er annar Flokksmaður iðinn við kolann. Sá er bæjarstjóri í Höfninni og gjarnan kallaður Ólafur Hráki eða Ólafur einráði svona allt eftir því hver talar hverju sinni. Hann vill virkja Bitru til að byrja með og svo restina af heiðinni svona eftir behag - það er að segja sínum efnahag, skítt með okkur í Hveragerði.

Þriðji Flokksmaðurinn hefur staðið vaktina í Bitrumálinu og passað hag okkar Hvergerðinga svo og ókominna kynslóða. Það er núverandi Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir. Hún á það alveg skuldlaust og á þakkir skilið í því efni.

Annað var það nú ekki börnin mín - góða nótt
xxx
Fía litla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 56228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband