Leita í fréttum mbl.is

Var migið utan í þig í brekkunni á laugardagskvöldið?

Ég tók þátt í einhverju quizzi um daginn sem átti að segja mér hvaða blóm ég er. Útkoman var djúprautt undarlega útlítandi blóm að nafni canna sem ég hef aldrei séð eða heyrt.

Þeir sem eru canna eru einstaklingar sem segja alltaf undir öllum kringumstæðum það sem þeim finnst og er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um það - taka sum sé afleiðingunum (Hhmm, skyldi þó aldrei vera að það sé eitthvað að marka svona quiz eftir allt saman?!!).

Þess vegna kannski ætla ég að halda áfram að gagnrýna Blómstrandi daga liðna helgi (þótt enginn taki undir).

Finnst ykkur í lagi að stefna þúsundum manns í bæinn þegar við erum ekki í neinni aðstöðu til að taka við?

Við höfum ekki löggæslu, það eru mjög lítil almenningsbílastæði og bærinn sér sér ekki fært að leigja kamra heldur ætlast til að þessi fáu fyrirtæki í bænum að taki við öllu mígandi og skítandi þessa daga.

Í sundlauginni eru engir læstir skápar og búningsklefarnir taka kannski við 200 manns í það heila ef vel er troðið. Á sunnudaginn voru tilkynntir einir fjórir þjófnaðir í Laugarskarði.

Það er ekki allt slæmt. Brekkuhlaup, skáldaganga, hannyrðasýning, ny söguskilti, listamannadagskrá......... allt er þetta mjög metnaðarfullt og smart.

Það breytir þó ekki því að ég vil ekki sjá þessa gripasmölun heim að dyrum hjá mér þegar engin aðstaða er til að gera þetta sómasamlega.

Ég vil ekki sjá fulla mígandi kalla út um allt heima hjá mér
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband