Leita í fréttum mbl.is

Veit ekki alveg hvenær ég á að halda heimili eða skrifa BA verkefnið mitt - tala nú ekki um að vinna.

Þessa dagana er ég að hugsa um að endurprjóna tvær flíkur sem ég átti á níunda áratugnum. Önnur þeirra yrði reyndar á dótturina.

Ég spurði hana á dögunum hvort ég ætti að prjóna á hana svona eitís peysu úr mohair, með vængjaermum eins og ég hefði átt þegar ég var 13 ára. Ah ég veit ekki alveg svaraði hún en vildi vita hvort ég ætti mynd af mér í gripnum.

Fann enga en teiknaði í staðinn snið á blað. Hún voða hrifin. Í kjölfarið vilja svo bæði hún og miðlungurinn fá lopapeysur eftir eigin höfði. Í gær tilkynnti daman mér svo að hana vantaði hesthúspeysu í hvelli - það væri farið að kólna.

Nýlega lofaði ég að prjóna lopu á pabba með mömmu. Hún vippar saman ermunum og ég geri rest. Er að spá í að fá litlu systir með í verkið og láta hana setja rennilásinn í og hekla listana.

Nú svo þarf ég alveg nauðsynlega að prjóna mér eina sem ég átti þegar ég var 13-16 ára. Ekki svo að skilja að ég haldi að ég muni líta eitthvað svipað út í henni og ég gerði þá. Nei, nei, nei - hún bara var svo notaleg og dásamleg að ég hef alltaf ætlað að endurskapa hana. Svo datt ég niður á svo yndislega mjúkt alpaca um daginn sem ég held að muni alveg gera flíkina.

Fyrir utan þessar tvær nostalgíu-flíkur og allar hinar sem bættust á verkefnalistann fyrir afkvæmin er svo svakalega margt sem ég bara verð að prófa að gera.

Ætli maður geti fengið svona prjóna-örorku eitthvað?

xxx

Fía litla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

hefði ekkert á móti svona prjónaörorku.....

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband