Leita í fréttum mbl.is

Hæ, ég er komin aftur!

Síðastliðinn fimmtudag brá ég mér í klippingu. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég þurfti að láta farva mig í leiðinni.

Það er nefnilega þannig að þótt svo allt láti undan síga sem sigið getur á mínum gamla skrokki þá neitar hárið á mér að grána. Í hvert skipti sem ég fer til hennar Guðrúnar Eiríku minnar spyr ég eftir gráu hárunum. Svarið er alltaf það sama: Nei ég get ekki séð nein grá hár ennþá.

Ég hlakka nefnilega svo til að fá grátt hár. Það er vegna þess að gráu hárin eru pínulítið grófari og þá um leið meðfærilegri en mitt fíngerða beibí-mjúka biðukolluhár. En það lætur sum sé á sér standa svo ég fer reglulega í strípur sem gefur sama effect og gráu hárin myndu gera alveg ókeypis og fyrirhafnarlaust.

Nema hvað - ég bað um að láta dekkja á mér hárið!

Ef ég hefði nú bara tekið eftir svipbrigðum míns kæra klippara og hlustað eftir hikorðum og viljað sjá augnasamtal þeirra systra Guðrúnar og Jóhönnu hefði ég líklega ekki ekki haldið þessu til streitu.
Útkoman var vægast sagt skelfileg.

Svo skelfileg að þegar ég vaknaði á föstudagsmorgun og leit í baðspegilinn klossbrá mér illilega. Hvað mannfýla það var sem starði á móti mér svefnbólgnum augum undan hangandi augnlokum var mér bara fyrirmunað að átta mig á. Ekki tók betra við um kvöldið. Ég hristi af mér mesta hrollinn og mætti galvösk í lokahóf hjá þjóðfræðinni. þar var mér vel tekið en þó með varfærnislegum spurningum á borð við: Varstu að láta lita þig?, og kannski ekki alveg eins varfærið: HVAÐ KOM FYRIR ÞIG!?

En verið alveg róleg, í morgun fór ég og lét gera mig að blondínunni sem ég er víst hvort sem mér líkar það betur eða verr.

Ég hlakka til að vakna í fyrramálið
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er ein af þeim fáu sem vil fá að bera mín gráu hár án utanaðkomandi litar. Á systur sem er hárgreiðslukona og hún segir við mig í hvert skipti sem hún klippir mig:"Ruta, á ég ekki að setja í þig strípur?" Og fær alltaf sama svarið. Gráu hárin rokka feitt! Ekki örvænta, þau koma og þyngdaraflið heldur áfram að toga okkur nær og nær!

Rut Sumarliðadóttir, 19.5.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Æi, ég aftur, til hamingju!

Rut Sumarliðadóttir, 19.5.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það er þetta með okkur konurnar með barnahárið, ég er með jafnfígert hár og ungabarn, og hlakka alveg rosalega til þegar hárið á mér er orðið grátt og gróft, en það er víst bið á því.  -

Jú, jú, það gránar en það verður ekkert grófara. Ég bara skil þetta ekki.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband