Leita í fréttum mbl.is

Ákveðin tímamót

Nú þegr önninni er að ljúka eru ákveðin tímamót hjá mér og ég veit ekki hvernig mér liður með þau.

Þannig er að ég er að klára viðveruna í BA-náminu í þjóðfræðinni og veit ekki hvað tekur við.
Reyndar er árið planað til enda.
Í sumar tek ég eitt námskeið á master-stigi í Árhúsa háskóla.
Svo ætla ég að taka fjöldan allan af viðtölum við allra handa kvikyndi vegna lokaverefnisins míns.
Öllu þessu fylgir tilheyrandi lestur og heimildavinna.

Með þessu þarf ég svo vitanlega að vinna eins og ég fæ að vinna.
Veit ekki hvað það verður mikið en krossa fingurna - xx

Auðvitað ætti maður að vera skynsamur og skrifa bara venjulega heimildaritgerð sem lokaverkefni.
En ég þarf auðvitað að gera þetta eins erfitt og mögulegt er með því að leggjast i eigindlega rannsókn á efni sem varla er til nokkur stafur um í landinu.

Ótrúlegt hvað maður getur verið klikkaður
En mikið ógeðslega held eg að það hljóti að vera leiðinlegt að vera það ekki.........

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

klikkleysi er örugglega alger leiðindi. fyrir utan að það er eðlilegt að vera pínu klikk. sá sem er ekki pínu klikk er ekki eðlilegur og er þ.a.l. klikk.

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha, sammála Brjáni!

Rut Sumarliðadóttir, 30.4.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

sitt lítið af klikkelsi bara bætir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 56226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband