Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn kæru Íslendingar!

Í dag er hátíðisdagur!
Í dag mátt þú kæri Íslendingur velja sjálfur það fólk sem þú vilt að stjórni landinu þínu og deili út þeim litlu gæðum sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu með um 30% fylgi.
Fast á hæla hennar kemur svo Vinstrihreyfingin grænt framboð með litlu færri prósentustig.
Þar næstir eru Sjálfstæðismenn með rúm 23%.

Hvernig er það með þig ágæti Íslendingur, ert þú búinn að gleyma því sem hefur gerst í landinu þínu síðastliðið ár?

Ertu búinn að gleyma því þegar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fengu að vita af því að bankahrun væri aðsteðjandi í fyrravor?
Ertu búinn að gleyma því hvað þau gerðu?

Ég skal minna þig á það.
Þau leigðu mannskap og flugvél og fóru með tugmanna fylgdarliði út í heim að segja stjórnmálamönnum og bankaköllum að það væri allt í lagi á Íslandi.

Hringdu þau í þig og létu þig vita að það væru blikur á lofti?
Þau hringdu ekki í mig.
þau hringdu ekki í neinn sem ég þekki og líklega ekki heldur í neinn sem þú þekkir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstðisflokksins bæði þá og nú var hins vegar látin vita. Hún og hennar handboltakappi björguðu sínu fyrir horn með viskiptaklækjum sem margir hefðu getað nýtt sér hefðu þeir vitað stöðuna.
Hún stakk mig í hjartað þegar hún svaraði því til að þau hjónin væru ekkert í óþægilegri stöðu þegar þetta komst allt saman upp.

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar frömdu landráð gegn þér og þínum kæri Íslendingur!
Ætlar þú að launa þeim það í dag?
xxx
Fía litla


mbl.is Birgitta kaus í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hitti hana Birgittu einmitt í Hagaskóla áðan. Tók ákvörðun einmitt snemma í morgun að kjósa Borgarahreyfinguna.

Pabbi var búin að bíða spenntur eftir að ég tæki ákvörðun. Hann er að springa úr stolti yfir því að engar fimm dætur hans kjósa það sama. "Ég hef algerlega klúðrað póitísku uppeldi ykkar" sagði hann og skellihló.

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það ber að þakka honum klúðrið í þínu tilfelli í það minnsta kosti ......

Soffía Valdimarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það er einmitt svo mikilvægt að gleyma ekki af hverju boðað var til kosninga - við vildum breytingar og ég treysti á að fólk eigi enn búsáhöldin sín - því breytingar koma frá okkur almenningi - það verður nóg að gera á næstunni að veita alþingi aðhald innan sem utan:)

p.s. dásamlegt að hitta þig Sólhildur Svavan mín... 

Birgitta Jónsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

já við viljum breytingar þess vegna set ég x við O

gleðilega hátíð stelpur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.4.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Til hamingju Ísland, nú kjósum við rétt!

Rut Sumarliðadóttir, 25.4.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

amen

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 17:38

7 identicon

Blessuð frænka. Ég tók mig til og hringdi í fölskyldu vini og tókst að sannfæra nokkra um x-ið

Til hamingju með sigurinnBrosandi

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:42

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Mér þykir þú seigur!

Ég hef varla haft tíma til að fylgjast með einu sinni hvað þá standa í áróðri.

Gott framtak!

Soffía Valdimarsdóttir, 26.4.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband