Leita í fréttum mbl.is

Svooooo skrítið!

Það eru ekki nema innan við tvær vikur síðan ESB var í raun alls ekki kosningamál.
Svo eins og hendi væri veifað verður það algerlega miðlægt á einhvejum tímapunkti, nefnilega þeim þegar Samfylkingin hefur samkvæmt skoðanakönnunum þá stöðu að vera sterkastur flokka.

Sjálf hallast ég reyndar æ mér i þá áttina að Íslendingar ættu aðsækja hreinlega um aðild. Það er sýnt mál og fullreynt að við stöndum ekki í lappirnar ein og óstudd enda aðeins rúmlega 300 þúsund svo það er ekki nema eðlilegt að við þurfum sterkt bakland.

Evrópumálin eru reyndar þau einu sem Samfylkingin hefur sannarlega slegið eign sinni á og um leið haldið haus gagnvart. Þau kvika hvergi frá sinni sannfæringu og ég tek ofan fyrir þeim þess vegna.

Það sama verður ekki sagt um flokkinn í straumum og stefnum almennt. Vingulshátturinn er farinn að fara ískyggilega mikið ítaugarnar á mér. Hann birtist einna helst í að því er virðist rótgrónum populisma þar sem eitt er smart í dag en annað á morgun.

Samfó er svo dimplómatískt þenkjandi samkunda að áherslur og viðhorf sviptast eftir vindum mun hraðar en maður nær að fylgjast með.

Í þessu efni finnst mér flokkurinn líkjast með óhuggulegum hætti hjörðinni bláu hvað varðar hjarðeðli og skort á sjálfstæðu hugsanaferli. Þar á bæ, hjá Fl-okknum, fylgja menn hverjum þeim foringjum sem hjörðinni stýra hverju sinni.
Hjá Samfó hins vegar fylgja menn síbreytilegum tískustraumum líðandi stundar í hverju sem er. Þar er sum sé foringjadýrkunin ekki jafn átakanleg og í Fl-okknum en þau eru með trendin á hreinu. Dragt i dag, lopatugga á morgun. Græn í dag, stóriðjusinnar á morgun.

Þá má kannski segja sem svo að þau iðki valddreifingu innan síns flokks með þeim hætti að þau lúta ekki endilega foringjum heldur vingsast bara til og frá eins og lauf í vindi. Sem væri þá allt í góðu bara ef maður hefði óbrigðula veður- og vindaspá til næstu 4 ára.

Annars hef ég að undanförnu verið ákveðin í að kjósa V en er farin að hallast æ meir að Borgarahreyfingunni.

Sjáum til...........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér, er samt enn óákveðin, arg..........

Rut Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 14:03

2 identicon

Stelpur VG toppskor það er ljóst og bara gott að fá þá sterka inn en Borgarahreyfingin bara verður að fá mikið fylgi þeir einir standa við að framkvæma þær breytingar sem til þarf X-P. Þeir munu fá 17% núna og 40% eftir endanlega hrunið sem er að bresta á.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Búin að ganga til fregna við Óðinn og Þór og Frey og alla hina gaukana og bara ekkert að gerast - get ekki komist að niðurstöðu.

Soffía Valdimarsdóttir, 24.4.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband