Leita í fréttum mbl.is

Ekki náttúrulögmál!

Það spretta svo margar misgóðar en gangnlegar hugmyndir fram um þessar mundir.

Eina sá ég á bloggi bæjarstjórans þess efnis að kvennastjórn væri málið. Sú er reyndar úr ranni systur hennar sem er bara snillingur.

Eina kom eiginmaðurinn með um helgina. Hún hljóðar upp á deildaskipt ríki þar sem hver deild er rekin á sömu forsendum og um fyrirtæki væri að ræða. Hljómar ekki ólíkt núverandi fyrirkomulagi ráðuneyta en útfærslan var allt önnur og snerist öll um að gera framkvæmdastjóra hverrar deildar fullkomlega ábyrgan og um leið sjálfstæðan í sinni vinnu.

Ein kona alvarleg og lítt grínfull á svipinn sagðist líka um helgina geta hugsað sér að verða danskur þegn strax á morgun.

Í gær sagðist ein stallsystir mín í þjóðfræðinni vilja gangast á hönd Kanadamönnum þar sem þeir einir héldu haus og við ættum ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta.

Misjafnar hugmyndir að innihaldi og gæðum vissulega en það sem skiptir máli er að við fólkið á götunni erum að ræða stjórnskipanina sem það fyrirbrigði sem hún er; manngert og mannstýrt kerfi sem er breytanlegt en ekki náttúrulegt fyrirkomulag sem hvorki má né er hægt að breyta.

Þið sem hafið verið í vafa:
Nei það er ekki náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ríkjum á Íslandi!
Nei það er ekki náttúrulögmál að forsetinn sé skoðanlaust sameiningartákn og geðlydda!
Nei það er ekki náttúrulögmál að einhverjir aðrir en við sjálf eigum að koma að mótun og endurmótun stjórnkerfisins!

Við, fólkið í landinu, eigum að láta okkur formgerð stjórnkerfisins varða og tjá skoðanir okkar opinberlega. það er skylda okkar sem þegna.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 56236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband