Leita í fréttum mbl.is

Að finna strauma og stefnur eflast og hringa sig um daglegt líf fólksins.

Í öllum hug- og félagsvísindum er mikilvægur kostur að vera næmur á tíðarandann, geta fundið hvernig hjörtun slá.

Það skiptir miklu fyrir allan heildarskilning á mönnum og málefnum að geta litið yfir sviðið og skynjað leikinn jafnvel þótt tjaldið hafi verið látið falla fyrir jafnvel öldum og árþúsundum síðan.

Nákvæmlega svona er þetta lika í pólitíkinni. Þess vegna eru oft á tíðum dýrmætustu sprautur flokkanna ekki þeir sem sitja í eldlínunni heldur þeir sem vinna bak við tjöldin við að lesa og hugsa.

Á umbrotatímum eins og í dag spretta fram gríðarlega margir svona hugsuðir meðal almennings.
Sumum finnst þeir lítilsgildir og jafnvel hlægilegir.
Það eruð þið hins vegar ekki kæri almenningur.
Hjörtun ykkar slá ekki til einskis.

Takturinn sem sá sláttur gefur á eftir að fylla sögubækur og verða sporbraut mikilla persónulegra og opinberra uppgötvanna.
Í dag getum við lesið dagblöðin, horft á fréttirnar, lesið bloggin, spjallað saman augliti til auglitis og fundið á eigin skinni hvernig straumar og stefnur eru að mótast og eflast og hvernig þær hringa sig um daglegt líf fólksins í landinu.
Þetta er hægt vegna þess að kvikan í okkur er svo opin.
Við erum svo varnarlaus.

Nú þurfum við að stoppa reglulega og hlusta eftir takti hvors annars.
Við þurfum að stilla saman sláttinn svo hann að lokum verði þungur og kraftmikill óstöðvandi flaumur.

Hlustaðu.............
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 56227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband