Leita í fréttum mbl.is

Kóngur einn dag

Bóndinn á afmæli í dag eins og allar aðrar Þorláksmessur alla vega síðan við kynntumst (og það er orðið helvíti langt síðan!)

Þennan dag rembumst við druslurnar á heimilinu við að vakna fyrstar. Markmiðið er að vekja manninn með gjöfum og helst af öllu bakaríisbakkelsi líka. Það vill nú sjaldnast svo til að það síðarnefnda takist en hefur þó komið fyrir.
Í morgun tókst það ekki.

En í bakaríið fór ég þó og afmælisbarnið fékk allt sem honum finnst best.
Hann fékk líka að lesa Moggann fyrstur.
Við þá iðju settist hann við borðsendann eins og ALVÖRU HÚSBÓNDI að eigin sögn. Við hin létum lítið fyrir okkur fara og sögðum ekki orð þótt við kæmumst ekki um þar sem hann blokkaði helstu gönguleiðir í eldhúsinu.

Maður er nefnilega alráður einn dag þegar maður á afmæli á þessu heimili.
Það er óspart notað af títtnefndu afmælisbarni enda hann með eindæmum kúgaður alla aðra daga ársins eins og hann lætur í veðri vaka við hvert tækifæri þennan dag.

Sem sagt spennandi dagur framundan í konungsríki Óla Toll

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með Tollinn knúsaðu hann frá mér og mínum

Sædís (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðileg jól

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 56235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband