Leita í fréttum mbl.is

Segið ykkur úr Samfylkingunni!

Á borgarafundinum í gærkvöldi stóðu nokkur atriði upp úr að mínu mati.

Fyrst og síðast auðvitað málflutningur Margrétar Pétursdóttur verkakonu sem var frískandi og kveikti vonir um að ekki sé öllu lokið.

Þorvaldur Gylfason er alltaf frábær. Minn heittelskaði eiginmaður vill fá þann mann í seðlabankann og deilir þeirri skoðun greinilega með Össuri Skarphéðinssyni. Sammála þeim um það.

Einar Már hins vegar talaði mínu máli umfram aðra í gær þótt svo mælska hans hafi kannski stundum verið meiri.

Hann sagði það skýrt sem ég hef verið að böglast við að tjá mig um á stundum að vonbrigðin með Samfylkinguna eru svo stór og mikil vegna þess að úr þeirri átt væntir maður heilinda, réttsýni og heilbrigðrar skynsemi.

Það gerir enginn heilvita maður slíkar kröfur á Sjálfstæðisflokkinn. Þjóðin veit að Sjálfstæðisflokkurinn er hagsmunasamband fjármagnseigenda og valdapósta í samfélaginu sem á rætur sínar að rekja allt aftur til Þjóðveldis. Við væntum einskis af Sjálfstæðisflokknum. Það eina sem hann hefur með sér er óljós aðkenning að sannleika þess efnis að Sjálfstæðismenn kunni betur að ávaxta peninga en annað fólk.

Nú hefur það verið afsannað í eitt skipti fyrir öll!

En hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þarf verulega að fara að hugsa sinn gang.
Ég skældi í koddann minn daginn þann sem núsitjandi ríkisstjórn tók við völdum. Næstu daga var þungt í mér. Ég var sannfærð um eins og svo margir fleiri að þessi ráðahagur væri slæmur. Enginn mannlegur máttur getur snúið mér frá þeirri skoðun að við þær aðstæður sem voru uppi þá í íslenskum stjórnmálum var engin leið fyrir Samfylkinguna að ganga til þessa samkurls nema skilja við sig flest sín helstu stefnumál og þá um leið heilindi.
Sú hefur líka orðið raunin.

En Einar Már bað Ingibjörgu að leggjast nú undir feld sinn og breyta rétt. Svo gæti hún að fornra manna sið blótað nýfrjálshyggjunni á laun með Geir sínum. Hann bað hana að bregðast ekki fólkinu sínu.

Hann snupraði konuna fyrir okkur sem erum svekkt og sár út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylkingarinnar fyrir að bregðast þeirri vonarglætu sem vasklega framganga hennar á ýmsum tímum hafði kveikt með okkur sumum hverjum.

Nú er ég ekki lengur meðlimur í Samfylkingunni en ég skora á fólk í þeirra röðum að segja sig umvörpum úr flokknum og senda þannig þau skilaboð að ekki sé starfað þar af þeim heilindum sem til er ætlast. Skýrari skilaboð en úrsögn er ekki hægt að senda.

Sendið póst á samfylking@samfylking.is með úrsögn og örstuttri skýringu á ástæðum hennar
Ég skora á ykkur að hjálpa til við að koma flokksforystunni í skilning um að störf þeirra eru ekki þóknanleg félagshyggjufólki hvorki á vinstri vængnum eða miðjunni.

Með von um betri Samfylkingu og betra Ísland
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

æ hvað það er nú gott að vera ekki flokksbundinn, geta skipt um skoðun jafn oft og sokka

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er ekki flokksbundin en kaus Samfylkingu en þennan ráðahag vildi ég ALDREI.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 56228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband