Leita í fréttum mbl.is

Draumurinn sem neitar að deyja

Draumurinn minn vex og vex.

Hann neitar að deyja.

Hann er líka lúmskur og lævís. Suma daga virðist hann nánast lífvana svo ég veit varla hvort ég á að gefa honum nokkurn gaum. En svo þegar minnst varir gýs hann upp. Í hvert skipti er hann bústnari en síðast þegar hann lét á sér kræla.

Núna er hann orðinn svo feitur og þurftafrekur að ég hef varla undan að bera í hann eldiviðinn. Hann bara brennur og brennur og hvissar og hvæsir svo ég má hafa mig alla við að gleyma ekki hversdagsskyldum mínum við skóla og heimili.

Hann er eiginlega orðinn óhugnanlega raunverulegur. Einu sinni var hann bara óljós hugmynd, eins konar beinagrind. En núna hefur hann fengið hold og sinar sem halda honum uppi. Alls kyns smáatriði bætast við í hvert skipti sem ég gef honum færi á að heltaka huga minn og tilveru. Sum þeirra eru svo nákvæm að þau hafa bæði ilm og áferð.

Ég er eiginlega orðin hrædd við hann - veit ekki hvort og þá hvenær hann verður að martröð sem ég get ekki endað.

Mig vantar bara litlar 10-15 milljónir til að draumurinn minn geti hætt að vera hugarfóstur og orðið að veruleika.
Hvernig eignast maður annars svoleiðis?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 56227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband