Leita í fréttum mbl.is

Á ég að hlægja eða gráta?

Stóra barnið mitt er að fara að heiman á mánudaginn.

Eða svoleiðis. Hann byrjar á því að fara í 8 vikna ferð til að mér skilst Taílands, Kambódíu, Balí, Laos og mögulega fleiri staða ef þannig liggur á þeim félögunum þegar á hólminn er komið. En þetta er ekki allt því svo kemur hann heim í 5 daga og pakkar þá vetrargallanum og brettunum og því drasli öllu saman og heldur til Austurríkis. Þar ætlar hann á tungumálanámskeið og svo að kenna á snjóbretti fram á vor.

Sko málið er að enginn í veröldinni er glaðari fyrir hans hönd að hann skuli ætla að láta drauminn rætast og frekar tvo en einn. Ég veit bara ekki alveg hvernig það verður að hafa engan Valdimar á jólunum til dæmis.

En svo þegar ég hugsa um allt það sem ég get gert fyrir aurana sem hann annars æti fyrir þá rofar til í sálartetrinu. Drengurinn stundar nefnilega lyftingar, brimbretti og snjóbretti árið um kring og þegar það á við og borðar í samræmi við það. Er það ekki bara málið, á ég ekki bara að hlægja og syngja og tralla af gleði yfir því að eiga allt í einu 50 þúsund kall afgangs á mánuði næsta hálfa árið og fá svo kannski fullorðinn mann heim í vor í staðinn fyrir hormónatryllta fæðu-niðurbrots-maskínu sem vill þá svona nýr maður og þroskaður ólmur búa einn og borga sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott?

Maður má nú láta sig dreyma - hlægjandi.....
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

  svona einhvernvegin líður mömmunni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.8.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já, nákvæmlega!

Soffía Valdimarsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband