Leita í fréttum mbl.is

Það er gott að búa í Noregi - #%$&/(=#"!

Ef maður spyr til vegar í þéttbýli í Noregi inniheldur leiðarlýsingin alltaf a.m.k. einu sinni orðið BEDEHUSET (Bænahúsið) alveg nákvæmlega sama hvar maður er staddur það skiptið. Skondið!

Ef maður ætlar að kaupa í matinn í Noregi rekur mann í roga. Rétt sem snöggvast heldur maður að manni hafi verið hleypt út úr vélinni á vitlausum stað. Það er nefnilega ekkert ferskmeti til í búðinni og ekkert úrval af neinu. ónei! Bara ein ríkistómatsósa og bara brauðmolahjúpaður úrgangur í líki fisks og kjöts. Æ þeir eru svo blankir greyin!

Hvergi í veröldinni er fólk eins sjúklega natið við að troða skoðunum sínum upp á aðra og í Noregi. Ef þið eru einhvern tíma stödd á hlykkjóttum strandvegi hátt uppi yfir sjávarmáli um miðbik Noregs eða þaðan af norðar, þá lesið vandlega á klettaveggina á meðan þið lúsist framhjá. Sanniði til að ekki óvíða þar sem ekki er nokkur möguleiki að ímynda sér að nokkur maður eigi erindi út úr bílnum eða komist yfirleitt fyrir utan bíls vegna kletta og trjáa og umferðar úr gagnstæðri átt, munið þið finna slagorð á borð við: Jesus lever! Gud er din Herre! Jesus elsker dig! Og Jesus er livet! haganlega letruð á klettaveggina.

Ef þú átt erindi í heimahús í Noregi láttu þér þá fyrir alla muni ekki bregða þegar þú hringir bjöllunni. Það er nefnilega sennilegra en ekki að sálmasöngur eða kirkjuklukknaspil taki að hljóma þá þegar. Nei andskotinn!!!

Ef þér er boðið í partý i Noregi skaltu aðeins taka þig saman í andlitinu og átta þig á því að það er ekki sama partý og partý. Byrjaðu á því að skoða heimilisfangið. Gæti það hugsast að BEDEHUSET gæfi eitthvað til kynna um það hvers er að vænta. Gæti það kannski verið klókt af þér að skilja vodkann bara eftir heima og setja upp hárið og fara í kálfasítt pils og svona nokkuð sem í fyrstunni virðist kannski ekki alveg augljóst??? Það held ég nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég var búin að heyra þetta um Noreg, eða að þar væru margir kristilegir söfnuðir. Vinkona mín bjó þar ásamt manni sínum í nokkur ár og sagði mér frá því. Hún er trúuð en fannst nóg um þarna úti. Hitt vissi ég ekki, að vöruúrval væri svona lítið og það hjá þessari ríku þjóð. Gaman að fá innsýn inn í lífið þarna úti og takk fyrir skemmtilegt blogg .

Guðríður Haraldsdóttir, 12.7.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Takk sömuleiðis!

Þú færð auðvitað ýmislegt í Oslo-omraadet og ef þú þefar uppi sérverslanir í Stavanger og Bergen en annars bara allt norskt og lítið af því. Það má ekkert fytja inn skilurðu - spara gjaldeyrinn. Reyndar mættum við Íslendingar læra mikið af nágrönnum okkar í Noregi í þessum efnum eins amerísk og við erum í neyslumunstri okkar. En þeir eru bara svo skelfilega leiðinlegir greyin að tilhugsunin um að líkjast þeim er hrollvekjandi.

Soffía Valdimarsdóttir, 12.7.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Tengdapabbi skildi ekki í öllum þessum "Baðhúsum" þegar hann kom fyrst til Noregs

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband