Leita í fréttum mbl.is

Halló, halló!

Ekki halda eitt augnablik að ég hafi ekki nennt að blogga að undanförnu. Óekki. En tölvuóbjóðurinn minn hefur verið með uppsteit. Hélt reyndar á tímabili að hún væri dáin en svo sprelllifnaði hún við aftur bara sisona.
Já svona getur lífið verið dásamlegt.

Mig sundlar og verkjar þegar ég hugsa um allt það sem ég hefði getað æst mig yfir þessa hæglætisdaga sem liðu við tölvuleysi. Þess vegna sleppi ég því bara.

Annars langaði mig bara að segja ykkur að það er ekki ísbjörn í bakgarðinum hjá mér svo ég viti og að Samfylkingin var sko ekki komin í ríkisstjórn þegar áformaðar virkjanaframkvæmdir voru negldar svo það er sko ekki þeim að kenna að af þeim mun verða bæði hratt og örugglega.
Svo kannski bara svona í gamni af því að ég veit að ykkur finnst það skipta svo miklu máli, þá langar mig að minna ykkur á að allra heitasta og merkilegasta fyrirbærið í allri veröldinni akkúrat núna er ÍMYNDIN.

Hvað sem þið gerið (að ég tali nú ekki um það sem þið hugsið) þá bara munið mig um það að gæta að ÍMYNDINNI. Ef þið þurfið að skríða, selja ykkur, setja upp allt-í-gúddí-spari-brosið þrátt fyrir það að þið séuð í sjálfsmorðshugleiðingum, þá bara umfram allt og í öllum bænum gerið það strax og án þess að kvarta. Við drepumst hvort eð er ég og þú - en ímyndin selur minninguna um okkur langt langt inn í eilífðina.

Og er ekki minningin um að sem einu sinni var alltaf betri en það sem er?
Það held ég
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 56234

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband