Leita í fréttum mbl.is

Halló pappakassar!

Ég held að kreppukrílið sem er hugsanlega í gangi í þessum töluðu orðum einhvers staðar á bak við eitthvað af 600.000 króna flatskjáum Íslendinga verði ekki banamein lýðveldisins eins og við þekkjum það. Þaðan af síður held ég að erlendir fjárfestar muni ná að fella það.

Nei ég held að alveg örugglega muni banameinið nú þegar hafa hreiðrað um sig í þjóðarlíkamanum og að það muni hægt en örugglega drepa skrímslið innan frá. Það er pólitísk rétthugsun, ótamin ný-frjálshyggja og almennur fávitagangur sem mun að öllum líkindum standa að verkinu.

Í gær kom í safnið til mín þjóðþekktur maður á sjötugsaldri. Hann notaði orðið SÓLHEIMAGLOTT í ótilgreindu samhengi. Ég meig næstum niður af hrifningu og æsingi.

Af því að ykkur langar svo að misskilja mig þá er líklega rétt að taka það fram að mér finnst Sólheimar í Grímsnesi líkastir því sem ég ímynda mér að Himnaríki geti verið í útópískum heimi. Ég elska Sólheima í Grímsnesi.

En burt séð frá því er það almennur talháttur þegar vísað er til meints fávitagangs að segja viðkomandi bera SÓLHEIMAGLOTT á vör. En það má auðvitað ekki skrifa það eða segja neins staðar opinberlega frekar en ÞROSKAHEFTUR eða VANGEFINN eða neitt annað svona sem gæti gefið til kynna að við Íslendingar séum fordómafullir. Þetta er nákvæmlega eins með alla orðnotkun um fólk af erlendum uppruna að ég tali nú ekki um fólk af öðrum kynstofni.

Hræsni og teprugangur er eitthvað það almest ósexý sem hægt er að hugsa sér. Þegar slíkt hefur smitað heila þjóð er ekki von á góðu. Slík bæling veldur því óhjákvæmilega að eitt og annað brýst fram í vægast sagt gróteskir framkomu á þeim stundum þegar margir eru saman komnir og losað er um hömlurnar með til dæmis vímugjöfum. Hvar í heiminum er til dæmis mest gróska í klámiðnaði nú um stundir? það ku vera í Þýskalandi skilst mér og sagði mér ólyginn að þar á bæ hafi bæling á öllum sviðum kynferðismála talist til mestra mannkosta um áratugaskeið.

Ekki benda á fólkið sem barði mann og annan, nauðgaði húsdýrum og áfengisdauðu kvenfólki á Bíladögum eða einhverri útihátíðinni. Líttu frekar í eigin barm og samborgara þinna. Er allt með felldu þar? Talið þið um hluti sem brenna á ykkur? Sussar þú á barnið þitt þegar það segir niggara-brandara eða hlærðu með og ræðir svo málið? Veltir þú því yfirleitt einhvern tíma fyrir þér hvað þér finnst um grundvallaratriði daglegs lífs, siðferði og skiptingu veraldlegra gæða til dæmis? Horfist þú í augu við eigin fordóma?

Ert þú pappakassi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heyr heyr! Ég á nú stundum ekki orð yfir andskotans tepruganginum í Íslendingum. Ég hef t.d. fylgst nokkuð vel með þróuninni í "fatlaða geiranum" (sem er eitt af því sem má ekki segja) í gegnum námið hennar Auðar, en þar er eilíflega verið að skipta um heiti á hinni og þessari fötluninni eða fyrirbærinu eða hvað sem má nú kalla þessa hluti. Nú má t.d. ekki segja fatlað fólk, heldur fer víst betur á að segja fólk með fötlun. Og svo framvegis og svo framvegis....... Þetta lið er í fullri vinnu við að finna upp orð eins og mótþróaþrjóskuröskun og álíka gullmola, halló! 

Heimir Eyvindarson, 19.6.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 56226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband