Leita í fréttum mbl.is

Hafið mig afsakaða á meðan ég æli!

Ég þóttist ekki ætla að blogga meira um bangsamálið í dag - en ég get bara ekki hamið mig :) :)

Svona í alvöru talað með þennan hvítabjarnasirkus, finnst ykkur þetta flókið?

Hvítabjarnarsirkus I: Hvítabjörn gengur laus. Fólk drífur að. Dýrið hörfar og heldur í átt til fjalla. Þoka að skella á. Dýrið er fellt áður en það hverfur í þokuna.
(áætlaður kostnaður nokkrir hundraðþúsundkallar)

Hvítabjarnarsirkus II: Hvítabjörn gengur laus við ströndina. Étur heila kynslóð æðarfugla í þessu tiltekna varpi í semi-fljótandi formi. Menn hyggjast svæfa og fanga björninn. Heimkynni hvítabjarna eru ís/sjór = hræddur hvítabjörn snýr heim, leggur þá væntanlega til hafs og drukknar. Þórunn Sveinbjarnardóttir flýgur heim frá Osló. Tveir Danir koma til landsins með svefnlyf, búr og einn krakka sem enginn vildi passa. Dýrið er fellt.
(áætlaður kostnaður nokkrir tíumilljónkallar)

Og hvernig skyldi svo standa á þessum vandræðagangi öllum saman?

Jú það er ekki gott fyrir ímynd okkar að fella hvítabirni - Öryggisráðið og Evrópusambandið - skiluru ekkert í þinn haus eða.................

Er gott fyrir ímynd okkar að láta alltaf í minni pokann? Er æðavarp ekki séreinkennandi fyrir okkar menningu og í útrýmingarhættu rétt eins og hvítabirnir? Eru starfshættir í landbúnaði og fiskvinnslu ekki menningarverðmæti í útrýmingarhættu? Eru hugsjónir og sjálfstæð ákvarðanataka íslenskra pólitíkusa ekki í útrýmingarhættu?

Við þorum ekki að veiða hval lengur vegna aumingjaskapar og undirlægjutendensa valdhafa á Íslandi. Af sama meiði eru ákvarðanir um að virkja allt sem rennur í landinu - sérfræðingar og bezzervisserar í útlöndum segja að það sé betra en eitthvað annað- og þá bara gerum við það. Hvenær hættum við að veiða fisk vegna þess að aumingja litlu fiskakrílin gætu meitt sig í munninum?

Hvenær fara karlmenn í pólitík á Íslandi að míga sitjandi og kellingar liggjandi?

Mér býður við þessum aumingjaskap. Þetta er ekkert annað en pólitískt vinsældakapphlaup og þá ekki síst Samfylkingarinnar því vitum að Sjálfstæðismenn hafa verið, eru og munu sjálfsagt alltaf verða pólitískar hórur. Skammist ykkar bara og flytjið til Stokkhólms öll saman í hóp!

Og þið sem bloggið - gerið ykkur grein fyrir því að við erum 5. valdið - NOTIÐ ÞAÐ!!!


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér sammála, helv aumingjaskapur. Ég vildi þó láta þig vita af því að innflutningur á æðardún til USA er bannaður, vegna þess að þeir standa í þeirri meiningu að fuglinn sé reyttur hér og skilinn eftir alsber .

Guðmundur Paul Jónsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Mér finnst þetta bangsamál bara þrælfyndið. Hingað var fluttur með hraði danskur sérfræðingur, sem átti að freista þess að svæfa bangsa. Hann hitti ekki dýrið, hafði enda aldrei veitt ísbjörn , og þá steig íslenskur BB-liði fram og plaffaði bangsa niður! Búið spil. Aftur! Einhver skemmtilegasti vandræðagangur sem ég man eftir.

Heimir Eyvindarson, 18.6.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta er yndislegt líf - maður þarf ekki að fara skælandi í háttinn þennan daginn.

Soffía Valdimarsdóttir, 18.6.2008 kl. 15:14

4 identicon

Það hefur verið heilmikil umfjöllun hér í DK um stóra Bangsamálið. Umfjöllunin er öll á sama veg: Íslendingar eru villimenn. Skjóta þrekaðan, gamlan björn. Og með þennan líka flotta danska dýralækni úr Zoologisk Have. Hann sem átti að gera bangsa bjarnargreiða.

Ég ræð nú ekki við mig. Hef alltaf jafn gaman að því þegar svo mikið er gert úr komu stórra dýra til íslands. Hver man ekki eftir Keikó. Stærsta gæludýr sem rekið hefur á okkar strendur. Ekkert smá tilkostnaður. Ég átti bara svo erfitt með að taka þetta alvarlega. Þrátt fyrir Hall Hallsson...

Ég hef það nú framyfir marga sem hafa verið að tjá sig um ísbirni undanfarið að mitt í umræðunni sá ég ísbjörn. Meira að segja tvo. Í gær var ég í Hinum konunglega danska dýragarði í Kaupmannahöfn.

Nema hvað... Þegar við komum að ísbjörnunum byrjuðu þeir eitthvað að brokka sig, gólandi og gerðu sig breiða. Ég lét nú ekki hræða mig auðveldlega (reyndar 4 m varnargarður á milli okkar) og sendi þeim tóninn: Pas nu rigtig godt på lille bamse, vi er fra Island.

Sólhildur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 56227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband