Leita í fréttum mbl.is

Hátíð í bæ

Í dag útskrifast frumburðurinn Valdimar úr FSu. (Til hamingju með það krakkakvikyndið mitt ef þú lest þetta)

Af því tilefni verður veisla fyrir venslafólk og velunnara í dag. Svo á morgun verður önnur veisla en þá koma vinir hans saman í bílskúrnum hjá okkur og ég ætla náðarsamlegast að grilla ofan í liðið. Veit ekki enn hvort ég þarf að vera með hauspoka á meðan ég ber kræsingarnar fram en alla vega hefur það verið gefið í skyn að nærveru okkar foreldranna sé ekki sérstaklega óskað að óþörfu. Skil það reyndar óþægilega vel. Gaman að því!

Þetta finnst mér meiri hátíð en jólin, páskarnir, hvítasunnan, skírnin og fermingin til samans!!!

Það ríkir sannkölluð hátíðarstemmning í mínu hjarta í dag. Þetta jafnast á við kosningar svei mér þá. Það var nefnilega siður heima hjá mér og móðurforeldrum mínum að á kosningadag klæddust allir sínu fínasta pússi og við borðuðum veislumat. Ef mig misminnir ekki þá var afi minn, Siggi Árna, mun fínni þennan dag en á jólunum. Þá var hann bara í jakkapeysu yfir skirtunni en á kosningadag fór hann ekki úr jakkafatajakkanum fyrr en á háttatíma.

Ég ætla að vera í sparikjólnum þangað til ég fer að sofa í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð

Kveðja til Valdimars:

Til hamingju með áfangann Valdimar (og Soffía). Þú er bara massakúl.

Sólhildur og Kristjana

Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband