Leita í fréttum mbl.is

Prinsessan með prjónana.....

.....sagði mér það á dögunum að hún ætti við smá vandamál að stríða. Sko það er þannig að þegar hún ætlar bara að fara að versla í matinn eða sækja krakkana í skólann þá bara er hún kominn inn í sína hverfis-garnbúð áður en hún veit af og búin að skipta út tugum dollara fyrir garn. Það sem verra er er að hún býr sko í inner-city-Boston og hverfisgarnbúðin hennar er við hliðina á annarri garnbúð og þar ská á móti hinu megin við götuna er sú þriðja.

Þetta er reyndar alltaf eitthvað alveg dásamlegt garn sem býr yfir fullt af möguleikum en það gerir málið bara flóknara ef eitthvað er. Hún getur sko ekki sofnað á kvöldin fyrir hugmyndum eða hreinlega áhyggjum af garninu og hvað muni verða um það.

Það er nefnilega ekki sama garn og garn. Sumt garn er svo sérstakt að það á skilið sérmeðferð. Mikið skil ég hana vel. Enda erum við báðar prinsessur, hún með prjónana og ég á bauninni.

En svo er annað sem ég skil ekki alveg eins vel. Hún prjónaði allt of stóra bláa húfu með hauskúpumunstri á manninn sinn sem er dáltið pervisinn og gugginn að sjá svona á myndum alla vega. Ég hugsa að það hafi verið útsölugarn. Eða mistakagarn. Prinsessur gera nefnilega líka mistök við og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sko í henni Ammeríku er líka að hægt að fá svona sokkagarn og þú byrjar bara að prjóna sokkana og þegar upp er staðið og sokkarnir búnir þá eru þeir eins og Ammeríski fáninn  kannski þú ættir að láta prinsessuprjónakonuna í henni Ammeríku vita að þessu garni það fæst kannski í þriðju ská á móti hinumegin fyrir bakvið garnabúðinni

Og mér er spurn ertu að læra þessa dagana !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þú kannski útksrifast með blogggráðu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ja það er ekki að spyrja að henni Ammiríku!

En já annars mikið rétt. Nú bara sit ég á loftinu umkringd heimildum og hugmyndum sem strita við að draga sig saman í eitthvað vitrænt - og bloggið nota ég beinlínis og meðvitað sem geðlosun á milli atriða. Þetta svínvirkar.

Þú kannast við þetta ekki satt? :)

Soffía Valdimarsdóttir, 30.4.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 56215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband