Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni komandi dags - konudags

Svona bara til gamans þá datt mér í hug að setja hérna inn nokkur atriði sem mér finnst hægt að flokka sem turn-off/turn-on:

Turn-off:

Karlmenn í fullkomlega úthugsuðum klæðnaði frá toppi til táar (ég æli á menn í merkjasokkum - sérstaklega þegar þeir gera sér far um að láta sjást í merkið þar sem þeir sitja í mikilfengleik sínum innan um annað fólk).

Karlmenn sem reyna að kommentera á gáfnafar kvenna sem þeir eru að reyna að komast yfir (við vitum allar að sæmilega velgefnar konur og upp úr virka ógnandi á flesta karla - og að gáfnafar hefur lítið að gera með bólfimi kvenna sem er akkúrat það sem þeir eru að sækjast eftir)

Karlmenn sem þekkja ilmvatnið þitt (Halló! ertu kall eða kona???)

Karlmenn sem reyna að hefja samræður við mann á mannamótum um stöðu kvenna og réttindi eins og þeim sé málefnið eitthvert hjartans mál (fyrirgefiði ef ég get ekki í eigin persónu staðið vörð um mín réttindi þá þarf ég ekki hjálp frá einhverjum ókunnugum kalli út í bæ - sjálfstyrkingarnámskeið væri nær lagi)

Karlmenn sem bjóða manni í glas (þetta er bara búið)

Karlmenn sem með tilgerðarlegum klæðnaði eða líkamsstöðu reyna að láta glitta í vöðvana (Jú jú, voða sætar vöðvakúlur en er eitthvað meira þarna???)

Þorgrímur Þráinsson (þarf að útskýra það eitthvað nánar?!)

Turn-on:

Karlmenn með nógu mikið sjálfstraust til að vera bara þeir sjálfir - með göllum og öllu

Karlmenn sem hafa í alvörunni áhuga á að tala um það sem rætt er hverju sinni eða skipta kurteisislega um umræðuefni ef svo er ekki

Karlmenn sem klæða sig eftir sínum smekk (ekki verra ef eitthvað er verulega misheppnað - þá gæti kona hugsanlega fengið svolitla móðurtilfinningu fyrir greyinu og hugsað með sér að hann þyrfti kannski smá aðstoð)

Karlmenn sem kunna og gera heimilsverkin óumbeðnir (þarf að útskýra það eitthvað nánar???)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það sama á við um rómatík (tilbúna) ELSKA VANDRÆÐALEG MÓMENT

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju með konudaginn; er sammála þér um allt ofansagt! Má til með að benda þér að gamni á tilvitnun í bók Þorgríms á þessu bloggi.

Kolgrima, 23.2.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Æi aumingja Þorgrímur!

Sammála þessu með vandræðaleg móment en sumir eru bara plain vandræðalegir.

Soffía Valdimarsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband