Leita í fréttum mbl.is

Sælt veri fólkið

Ég hef ekki bloggað neitt á þessum vettvangi áður heldur á öðrum stað sem hentar mér ekki lengur (eða réttara sagt tölvunni minni). Eins og fram kemur í því sem ég segi um sjálfa mig hér á svæðinu - um höfundinn - þá forðast ég að berast með straumnum og þess vegna er ég með Makka en ekki PC tölvu.

Já ykkur er velkomið að hlægja að tölvuvandræðum mínum. (Þótt mig gruni að þig hlægið að grunnhyggni minni umfram tölvuvandræði - það er jú hún sem kom mér í þessi vandræði). Mér finnst þetta hins vegar misfyndið satt að segja. Auðvitað þurfti ég að fjárfesta í Makka á sínum tíma sem var helmingi dýrari en hefðbundin PC tölva. Þetta gerði ég auðvitað af því að allir hinir eru með PC. En það kostar stundum að vera með þetta sérlundarheilkenni sem ég þjáist af. Í þessu tilfelli kostar það mig til dæmis að ég get ekki, þegar ég skrifa texta í bloggumhverfi, notað íslenskar gæsalappir svo eitthvað sé nefnt. (sko ég get ekki lært á þennan vélbúnað - auðvitað er þetta hægt - ég bara get ekki fundið út úr því og enginn sem ég þekki kann neitt á Makka og ég þori ekki að hringja oftar í Apple-búðina, þeir halda nú þegar að ég sé ekki með fulla greind). Það fer brjálæðislega í taugarnar á mér þar sem ég er auðvitað jafn ferköntuð og ég er sérlunduð og held því þess vegna fram (eða trúi því allavega) að ég sé betri manneskja ef ég reyni að fylgja íslenskum reglum varðandi málnotkun og ritun.

En sum sé; nú skelli ég mér út í stóru laugina með ykkur hinum hérna á moggablogginu og sé til hvert það leiðir mig - það er að segja ef tölvan leyfir..........


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkommen  

íslenskar gæsalappir Soffía !!!! Insert Symbol og þar finnur þú þessar líka fínu íslensku “gæsalappir„ þ.e.a.s. ef þú ert með Word

Flýtihnappur er Alt 0147 “ og Alt 0132 „

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei elskan mín ekki á þessari fínu Mac tölvu þegar ég er komin yfir í bloggumhverfið - sá valmöguleiki er hreinlega ekki í boði þ.e.a.s. að velja insert/symbols o.s.fr. - af sömu sökum get ég ekki notað broskallana. En ég get auðvitað notað þetta í Word annars væri ég búin að kveikja ´igræjunni

Það er hrikalega smart að vera spes finnst þér ekki?

Soffía Valdimarsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband